Enski boltinn

Bednar á óskalista Tottenham?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roman Bednar fagnar marki.
Roman Bednar fagnar marki.

Umboðsmaður sóknarmannsins Roman Bednar segir að Tottenham Hotspur hafi áhuga á leikmanninum. Bednar leikur með West Bromwich Albion.

Tottenham hefur þegar keypt sóknarmanninn Jermain Defoe í janúarglugganum en Bednar skoraði þrettán deildarmörk fyrir WBA þegar liðið vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þessi 25 ára leikmaður hefur skorað sex úrvalsdeildarmörk á þessu tímabili og umboðsmaður hans, Pavel Zika, útilokar ekki að hann yfirgefi herbúðir WBA í þessum mánuði.

„Við vitum af áhuga Tottenham en það eru fleiri úrvalsdeildarfélög sem hafa áhuga. Það er ekki útilokað að Bednar færi sig um set í janúar," sagði Zika en Bednar kom til WBA frá Hearts í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×