Enski boltinn

Fabregas reynir að hugsa ekki um fótbolta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabregas er ekki að fara að horfa á enska boltann næstu helgi.
Fabregas er ekki að fara að horfa á enska boltann næstu helgi.

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að það sé of erfitt að horfa á leiki liðsins meðan hann er meiddur. Fabregas mun ekki geta spilað fyrr en í apríl vegna meiðslanna.

Hann er staddur í Barcelona þar sem hann er í meðhöndlun. Hann segist gera allt sem hann getur til að forðast fótbolta.

„Ég reyni sem minnst að hugsa um fótbolta, horfi ekki á leiki og fylgist ekki með því sem er að gerast á leikmannamarkaðnum. Ég reyni bara að gleyma öllu sem tengist fótbolta. Kærustunni minni finnst þetta mjög skrýtið því þetta er óvenjulegt hjá mér," sagði Fabregas.

„Það er erfitt að sætta sig við að geta ekki spilað, þess vegna reyni ég sem minnst að hugsa um það. Það er erfitt að mega ekki snerta boltann og vera með liðsfélögunum. Allir leikmenn þurfa að ganga í gegnum þetta á sínum ferli og nú er minn tími til að upplifa þetta. Ég verð bara að reyna að vera jákvæður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×