Enski boltinn

Scolari: Þarf að byrja upp á nýtt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea.
Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, tekur á sig alla ábyrgð fyrir tapi Chelsea fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hann segir að fyrst og fremst hafi það verið slæmt skipulag í föstum leikatriðum sem að hafi orðið liðinu að falli í leiknum.

„Þetta er frekar mér að kenna en leikmönnunum," sagði Scolari í samtali við enska fjölmiðla. „Nú þarf ég að breyta um kerfi og byrja upp á nýtt. Við þurfum að vinna betur saman og þegar illa gengur þurfum við að standa þéttar saman."

Chelsea er nú fjórum stigum á eftir Liverpool og einu stigi á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Chelsea hefur nú aðeins unnið þrjá leiki af síðustu ellefu í öllum keppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×