Fótbolti

Ólafur valdi Torres bestan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Jóhannesson. Mynd/E.Stefán
Ólafur Jóhannesson. Mynd/E.Stefán

Cristiano Ronaldo var í kvöld kjörinn knattspyrnumaður ársins í heiminum 2008. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, og Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði, höfðu báðir atkvæðisrétt.

Ólafur valdi Fernando Torres, sóknarmann Liverpool, sem besta leikmann ársins. Lionel Messi hjá Barcelona varð annar á hans lista en Ronaldo varð hinsvegar þriðji.

Hermann Hreiðarsson valdi Ronaldo bestan en í öðru sæti á lista hans var Steven Gerrard hjá Liverpool. Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, varð þriðji á lista Hermanns.

Marta, sem kosin var besta knattspyrnukona heims, var efst hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni landsliðsþjálfara og fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur.


Tengdar fréttir

Forréttindi að vera undir stjórn Ferguson

„Þetta er draumur sem hefur ræst hjá mér að fá þessi verðlaun. Ég vil tileinka þau fjölskyldu minni," sagði Cristiano Ronaldo sem útnefndur var besti leikmaður heims 2008 í kvöld.

Ronaldo bestur í heimi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er besti knattspyrnumaður heims. Þetta var opinberað á árlegu hófi FIFA sem fram fór í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×