Sport

188 fallnir úr leik í Dakar rallinu

Robby Gordon á Hummer er í fimmta sæti á Hummer og hefur vakið athygli fyrir skemmtilega takta.
Robby Gordon á Hummer er í fimmta sæti á Hummer og hefur vakið athygli fyrir skemmtilega takta. Mynd: AFP

Mótsstjórn Dakar rallsins tilkynnti í morgun að sérleið dagins hefði verið stytt um 200 km, en hún verður engu að síður 476 km löng. Snemma í morgun lögðu 329 ökutæki af stað á leið sem er sögð sú erfiðasta í rallinu.

Frá upphafi Dakar rallsins fyrir 10 dögum hafa 188 keppendur fallið úr leik, en 142 bílar ræstu af stað í morgun, 109 mótorhjól og fjórhjól og 61 trukkar.

Í flokki mótorhjóla er Spánverjinn Marc Coma á KTM með einnar klukkustunda forystu, en Carlos Sainz á Volswagen Toureg er í forystu í flokki bíla og með besta aksturstímann yfir heildina.

Robby Gordon á risavöxnum Hummer hefur sett skemmtilegan svip á Dakar rallið í ár og er í fimmta sæti. Hann hefur keppt í kappakstri í Bandaríkjunum í ýmsum mótaröðum gegnum tíðina. Gordon var með þriðja besta aksturstímann í gær og kvaðst fúll að rallið væri stytt í dag.

"Ég vil að rallið sé sem lengst, það eykur möguleika mína á að ná í skottið á forystubílunum. Ég er búinn að lenda í vandamálum og aðrir gætu upplifað slíkt ef rallið er lengra en ekki...", sagði Gordon.

Margir ökumenn villtust í gær, en keppendur fá tiltölgulega einfalda leiðarlýsingu í bókarformi og þurfa síðan að nýta sér GPS tæki til að raka að viti.

Sýnt er frá Dakar á Eurosport sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu kl. 22.00 á kvöldin.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×