Enski boltinn

Aroni líkar vel að spila í vörn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í leik með Coventry.
Aron Einar í leik með Coventry. Nordic Photos / Getty Images

Aron Einar Gunnarsson segist meira en reiðubúinn að leysa stöðu miðvarðar hjá enska B-deildarliðinu Coventry í fjarveru annarra varnarmanna liðsins.

Aron lék í vörn Coventry gegn QPR um síðustu helgi þar sem að nokkrir varnarmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða. Hann byrjaði í stöðu hægri bakvarðar en flutti sig í miðvörðinn þegar að Stephen Wright, leikmanni Coventry, var vikið af velli.

„Mér líkar betur við að spila þar en í hægri bakverðinum," sagði Aron í samtali við Coventry Telegraph. „Ég spilaði sem miðvörður nokkrum sinnum með varaliði AZ í Hollandi á sínum tíma og sagði stjóranum (Chris Coleman) að mér líkaði betur að spila í þeirri stöðu."

„Hann vildi samt nota mig í bakverðinum á laugardaginn þar sem að ég get sótt líka en ef mín verður þörf í miðverðinum get ég vel spilað þar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×