Sport

Sainz jók forskotið í Dakar

Carlos Sainz ekur með hraði framhjá tré, en ryk og grjót ógnuðu áframhaldi hans í Dakar í dag á erfiðri leið.
Carlos Sainz ekur með hraði framhjá tré, en ryk og grjót ógnuðu áframhaldi hans í Dakar í dag á erfiðri leið. Mynd: AFP

Spánverjinn Carls Sainz jók forskotið í Dakar rallinu í dag og náði besta tíma þriðja daginn í röð og í fimmta skipti frá upphafi mótsins. Keppendur óku 449 km sérleið í dag.

Dakar rallið fer frá í Chile og Argentínu og Sainz hefur leitt mótið síðustu daga á Volkswagen. Keppendur óku samfleytt í 6 klukkutíma í miklum hita og ryki.

"Þettta var mjög erfiður dagur. Það var mikið ryk og mikiið af varasömu grjóti á sérleiðinni. Þá var flókið að rata rétta leið. Það er sigur að hafa náð að ljúka deginum", sagði Sainz í lok dags.

Mark Miller a Volkswagen var nærri því að vera fljótastur í dag, en þurfti að stöðva og laga stýrið og tapaði tíma. Hann varð aðeins 2 mínútum á eftir Sainz, eftir að hafa farið framúr honum á leiðinni.

En Miller keyrði á grjót og skemmti stýrisbúnaðinn og braut felgu, en slapp með það. Þriðji Volkswagen ökumaðurinn, Giniel de Villiers sem leiddi mótið um tíma vilttist hastarlega og er fallinn í þriðja sæti eftir daginn í dag á eftir Miller.

Robby Gordon, kappakstursökumaður frá Bandaríkjunum er í fimmta sæti á Hummer eftir góða frammistöðu í dag, hann náði þriðja besta tíma.

Í flokki mótorhjóla er Marc Coma á KTM einni klukkustund á undan David Fretegne á Yamaha. Coma er frá Spáni eins og Sainz.



Aksturstímarnir í dag 1. Sainz Volkswagen 5:56:08 2. Miller Volkswagen + 01:47 3. Gordon Hummer + 02:16 4. Terranova BMW + 10:06 5. De Villiers Volkswagen + 12:01 6. Novitskiy BMW + 16:15 7. Roma Mitsubishi + 24:41 8. Holowczyc Nissan + 26:48 9. Tollefsen Nissan + 39:4710. Errandonea Buggy + 52:58




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×