Fleiri fréttir

Van Basten vill þjálfa félagslið

Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, hefur sagst vilja taka að sér þjálfun félagsliðs eftir að EM í knattspyrnu lýkur næsta sumar.

Lið helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni

Níu lið eiga fulltrúa í liði helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en hér má skoða í samantekt hvað leikmennirnir gerðu vel til að komast í liðið.

Healy fær verðlaun frá UEFA

Michel Platini hefur tekið vel í þá hugmynd að verðlauna David Healy sérstaklega fyrir árangur hans með landsliði Norður-Írlands í undankeppni EM 2008.

Heiðmar með fimm í sigurleik

Heiðmar Felixson skoraði fimm mörk fyrir Hannover-Burgdorf í norðurriðli þýsku 1. deildarinnar í handbolta í gær.

Rafmögnuð spenna í vesturbænum

Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik.

Barcelona lagði Deportivo

Barcelona vann í kvöld 2-1 sigur á Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen satt allan tímann á varamannabekknum hjá Katalóníuliðinu sem er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid.

Wenger: Áttum tapið skilið

Arsene Wenger reyndi ekki að verja sína menn í dag eftir að lið hans tapaði fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni í 2-1 skell gegn Middlesbrough á Riverside.

Eiður á bekknum í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar það tekur á móti Deportivo í lokaleiknum í spænska boltanum. Viðureignin hefst klukkan 20 og er sýnd beint á Sýn.

Fjórði útisigur West Ham á leiktíðinni

Íslendingalið West Ham vann í kvöld frábæran 1-0 útisigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni og lyfti sér í 10. sæti deildarinnar. Það var varamaðurinn Dean Ashton sem skoraði markið sem skildi að í leik sem þó fer ekki í sögubækurnar fyrir gæðaknattspyrnu.

Fram hafði betur í toppslagnum

Fram vann í kvöld nauman 29-28 sigur á HK í uppgjöri tveggja af toppliðunum í N1 deild karla í handbolta. Úrslitin þýða að liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka en eiga bæði leik til góða á toppliðið.

Dýrmætur sigur hjá Tottenham

Tottenham vann í dag þýðingarmikinn sigur á Manchester City 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þá lyfti Bolton sér af fallsvæðinu með sannfærandi sigri á Wigan 4-1.

Hvað tekur við hjá Hatton og Mayweather?

Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt sem leið þegar hann rotaði Ricky Hatton í Las Vegas og styrkti stöðu sína sem einn besti hnefaleikari heimsins. En hvað ætli taki nú við hjá þeim félögum í framhaldinu?

Nistelrooy að framlengja

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segist eiga von á því að fá nýjan samning í jólagjöf frá félaginu eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í sigri á Bilbao í gærkvöldi.

Inter á beinu brautinni

Ítalíumeistarar Inter Milan náðu í dag sjö stiga forystu á toppi A-deildarinnar með 4-0 sigri á Torono. Zlatan Ibrahimovic, Julio Cruz, Luis Jimenez og Ivan Cordoba skoruðu mörk liðsins.

Fyrsta tap Arsenal síðan í apríl

Arsenal varð í dag síðasta liðið til að tapa leik í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lá óvænt 2-1 fyrir spræku liði Middlesbrough á Riverside. Arsenal hafði ekki tapað í deildinni síðan í apríl, en Boro vann sinn fyrsta sigur í 10 leikjum í deildinni.

Klámmynd knattspyrnumanna til rannsóknar

Írska knattspyrnusambandið hefur nú til rannsóknar klámmyndband sem sýnir þrjá knattspyrnumenn í hópkynlífi með stúlku á hótelherbergi. Það var breska blaðið News of the World sem komst yfir myndbandið eftir að það rataði á Youtube í skamman tíma.

Hver er staðan hjá Mourinho?

Bresku blöðin eru mörg hver með ítarlega umfjöllun um landsliðsþjálfaraleitina á Englandi í dag. Mörg þeirra vilja meina að Jose Mourinho hafi þegar átt viðræður við enska knattspyrnusambandið, en sé frekar að hugsa um að taka við félagsliði.

Bestu myndirnar frá bardaga Hatton og Mayweather

Það var mikið um dýrðir í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt þegar Floyd Mayweather rotaði Ricky Hatton í 10 lotu. Vísir hefur tekið saman albúm með bestu myndunum sem fönguðu stemminguna í nótt.

Frábær Mayweather rotaði Hatton

Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas

Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum.

Umfjöllun: Heimir tryggði Stjörnunni sigurinn

Lánleysi Akureyringa heldur áfram í N1-deild karla en þeir töpuðu með einu marki gegn Stjörnunni í gær þar sem norðanmaðurinn Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir.

Reading færði Liverpool fyrsta tapið

Reading vann í kvöld frækinn 3-1 sigur á Liverpool í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni.

Ferguson hrósaði Giggs

Sir Alex Ferguson var ánægður með sigurinn á Derby í ensku úrvalsdeildinni í dag en enn ánægðari með 100. deildarmark gamla refsins Ryan Giggs.

Stjarnan lagði Akureyri

Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag og tveir í kvennalflokki.

Auðveldur sigur hjá United

Manchester United vann auðveldan 4-1 sigur á Derby í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar aðeins leik Reading og Liverpool er ólokið.

Flottur sigur hjá Portsmouth

Portsmouth vann í dag góðan 3-1 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og skellti sér þar með í fimmta sæti deildarinnar tímabundið.

Mikið fjör á vigtuninni í Vegas

Ricky Hatton og Floyd Mayewather voru ekki einu mennirnir sem fönguðu sviðsljósið þegar þeir vigtuðu sig fyrir bardaga ársins í Las Vegas í nótt. Þar voru tveir aðrir frægir kappar sem tókust á.

Reynið að vakna strákar

Knattspyrnustjórinn Juande Ramos hjá Tottenham hefur skorað á leikmenn sína að vakna upp af Þyrnirósarsvefni sínum og koma því inn í hausinn á sér að þeir séu að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Drogba fer í hnéuppskurð um helgina

Framherjinn Didier Drogba mun gangast undir aðgerð á hné um helgina og segir sjálfur að ekki hafi verið hægt að komast hjá því. Það er því ljóst að Chelsea verður líklega án eins af sínum allra bestu mönnum yfir jólavertíðina.

Riise sagði nei við Valencia

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool hefur neitað tækifæri til að ganga í raðir Valencia á Spáni ef marka má viðtal við umboðsmann hans í norskum miðlum.

Ekki útilokað að Eiður fari frá Barcelona í janúar

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona, lét hafa það eftir sér í útvarpsviðtali á Spáni að ekki væri útilokað að Eiður færi frá félaginu í janúarglugganum.

Brown á leið frá United?

Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Wes Brown haldi áfram að leika með Englandsmeisturum Manchester United eftir að hann neitaði fjögurra ára samningi sem félagið bauð honum. Alex Ferguson segir að um lokatilboð hafi verið að ræða.

Tvö Íslandsmet í sundinu

Tvö Íslandsmet féllu á opna meistaramótinu í sundi sem fram fer í Eindhoven í Hollandi. Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB sló 15 ára gamalt met Ragnheiðar Runólfsdóttur þegar hún synti 50 metra bringusund á 33,21 sekúndu.

Ginobili óstöðvandi

Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið.

Katrín framlengir við Val

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.

Ívar og Brynjar byrja gegn Liverpool

Nú klukkan 17:15 hefst lokaleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Reading tekur á móti Liverpool á Madejski leikvangnum í Reading. Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði heimamanna en leikurinn er sýndur beint á Sýn 2.

United hefur yfir 2-0 gegn Derby

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Lítið hefur verið skorað til þessa og rigningardemba og þoka eru að setja svip sinn á leikina á Englandi í dag.

Logi með sex stig í sigurleik

Logi Gunnarsson skoraði sex stig er lið hans, Farho Gijon, vann í kvöld öruggan sigur í spænsku C-deildinni í körfubolta.

Sjá næstu 50 fréttir