Enski boltinn

Viltu sjá öll mörk helgarinnar í enska boltanum?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tucay Sanli fagnar marki sínu gegn Arsenal um helgina.
Tucay Sanli fagnar marki sínu gegn Arsenal um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Vísir.is býður lesendum sínum upp á að horfa á öll mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frítt einfaldlega með því að smella hér.

Alls voru 33 mörk skoruð í leikjunum tíu um helgina en bæði Arsenal og Liverpool töpuðu sínum fyrstu leikjum á tímabilinu.

Arsenal er þó enn á toppi deildarinnar, með eins stigs forystu á Manchester United og þriggja stiga forystu á Chelsea. Liverpool, Portsmouth og Manchester City eru svo öll með 30 stig en Liverpool á leik til góða.

Það er þó athyglisvert að ekkert þessara sex liða hefur tapað á heimavelli á tímabilinu. City er eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki á heimavelli.

Þá unnu Tottenham og Newcastle góða sigra um helgina og eru hægt og rólega að klífa upp töfluna eftir fremur rólega byrjun. West Ham vann einnig gríðarlega góðan útisigur á Blackburn, 1-0, og eru í tíunda sæti deildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá hlekki á öll myndbönd sem hægt er að sjá á Vísi eftir leiki helgarinnar:

Blackburn - West Ham 0-1

Bolton - Wigan 4-1

Tottenham - Manchester City 2-1

Middlesbrough - Arsenal 2-1

Reading - Liverpool 3-1

Chelsea - Sunderland 2-0

Everton - Fulham 3-0

Newcastle - Birmingham 2-1

Manchster United - Derby 4-1

Aston Villa - Portsmouth 1-3

Samantekt úr leikjum laugardagins

Samantekt úr leikjum sunnudagsins

Samantekt úr leikjum helgarinnar

Fimm bestu mörk helgarinnar

„Gullna augnablikið“

Lið helgarinnar

Markvörslur helgarinnar

Leikmaður helgarinnar: Yakubu

Sögubrot úr ensku úrvalsdeildinni

 - Frægt 3-3 jafntefli Manchester United og Liverpool

Getraun vikunnar

 - Gegn hvaða liði skoraði Alan Shearer þegar hann bætti markametið sitt hjá Newcastle?

Það skal tekið fram að þessi þjónusta er ekki í boði fyrir notendur utan Íslands og Færeyja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×