Handbolti

Heiðmar með fimm í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðmar í leik með íslenska landsliðinu.
Heiðmar í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Hari

Heiðmar Felixson skoraði fimm mörk fyrir Hannover-Burgdorf í norðurriðli þýsku 1. deildarinnar í handbolta í gær.

Hannover-Burgdorf vann sigur á Dessau-Rosslauer, 31-28, á útivelli. Liðið situr í fimmta sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir liðinu í öðru sæti. Stalsunder stefnir beinustu lið upp í úrvalsdeildina en liðið er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar og hefur einungis tapað einum leik til þessa.

Litháinn Robertas Pauzuolis, fyrrum leikmaður Hauka, skoraði fjögur mörk í leiknum fyrir Hannover-Burgdorf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×