Fleiri fréttir

Landsliðsmaður tuskaði flugfreyju

Kínverski landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Liu Yunfei og annar atvinnuleikmaður frá Kína, 26 ára gamall Wang nafni, voru handteknir í Hong Kong í gær laugardag fyrir að ráðast á flugfreyju að því er fram kemur í fjölmiðlum þar í dag.

Chelsea-sigur í fjarveru Mourinho

Jose Mourinho setti Eið Smára inn á í hálfleik en fram að þeim tíma hafði Chelsea gengið einkar brösulega að finna fæturna fyrir framan mark Liverpool. Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun þegar John Arne Riise kom þeim yfir eftir aðeins 43 sekúndna leik með góðu skoti innan teigs. Eftir markið lögðust leikmenn Liverpool í skotgrafirnar og vörðust gríðarlega skipulega. Chelsea hafði mikla yfirburði en komust lítt áleiðis gegn varnarmúr Liverpool þar sem Jerzey Dudek var auk þess í miklu stuði fyrir aftan.

Hyypia á að vera grófari

Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur beðið Sami Hyypia að vera grófari í leik sínum en Finninn stóri og stæðilegi hefur verið þekktur fyrir prúðmennsku hingað til.

Akinbiyi ekki sáttur við Stoke

Hinn nýi framherji Burnley, Aki Akinbiyi, er ekki sáttur við fyrrum vinnuveitendur sína í Stoke og vandar þeim ekki kveðjurnar eftir 600 þúsund punda sölu sína á Turf Moor.

Þrír stigahæstu úr leik

Óvænt úrslit urðu í Heimsbikarmótinu í holukeppni sem fram fer í Kaliforníu því þrír stigahæstu kylfingar heims, þeir Vijay Singh frá Fídjieyjum og Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Phil Michelson eru allir úr leik. 

Stjarnan bikarmeistari

Stjarnan út Garðabæ varð í dag SS-bikarmeistari kvenna í handknattleik er liðið sigraði Gróttu/KR örugglega, 31-17, í úrslitaleik í Laugardagshöll í dag. Anna Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínum mönnum og skoraði átta mörk.

Helena tekur við KR

Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá KR af Írisi Eysteinsdóttur í sumar. Íris á von á barni í sumar og getur ekki stýrt liðinu út leiktíðina. Helena skoraði 222 mörk í 275 leikjum með meistaraflokki KR frá 1986 til 2001 og var fyrirliði fjögurra Íslandsmeistaraliða félagsins.</font />

Southampton náði jafntefli

Einum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er lokið. Southampton og Arsenal skyldu jöfn, 1-1, á St. Marys.  Svíinn Fredrik Ljungberg kom Arsenal yfir á 45. mínútu en Peter Crouch jafnaði tuttugu og þremur mínútum fyrir leikslok.

Hagnast á Norðurlandadeildinni

Norðurlandadeildin í knattspyrnu, án þátttöku Íslands, sem hleyt var af stokkunum í haust hefur farið fram úr björtustu vonum. Þau félög sem komast lengst hafa stórhagnast á deildinni.

Jón Arnór með góðan leik

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik í Tékklandi í gær þegar Dynamo St. Petersburg tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum í Evrópukeppninnar með sigri á Nymburk 90-86 á útivelli. Jón Arnór skoraði 11 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Everton sigraði Villa

<u><font color="#800080">Everton gerði góða ferð til Birmingham og sigraði Aston Villa 1-3 á Villa Park í dag. Leon Osman kom þeim bláu yfir á sautjándu mínútu en Nolberto Solano jafnaði á 45. Til Cahill kom Everton aftur yfir í byrjun síðari hálfleiks og Leon Osman gulltryggði síðan sigurinn með sínu öðru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.</font></u><a href="http://blog.central.is/innvortis/index.php"></a>

Crystal Palace sigraði Birmingham

Crystal Palace vann mikilvægan sigur á Birmingham í dag með tveimur mörkum gegn engu. Andrew Johnson skoraði bæði mörkin úr vítaspyrnu í sitt hvorum hálfleiknum.

Dreymir um að lyfta bikar

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, hefur alla tíð dreymt um að vinna bikar með Liverpool sem fyrirliði liðsins. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær fyrir úrslitaleik Liverpool og Chelsea í enska deildarbikarnum sem fram fer á morgun.

Pärson vann í bruninu

Anja Pärson frá Svíþjóð bar sigur úr bítum í bruni kvenna í heimsbikarnum á móti á Ítalíu í morgun. Janica Kostelic frá Króatíu varð önnur og Hilde Gerg frá Þýskalandi þriðja.

Tottenham vann Fulham

Tottenham sigraði Fulham í dag 2-0 á White Hart Lane. Frederic Kanoute kom Tottenham yfir á 78. og Robbie Keane gulltryggði sigurinn með marki á loka mínútunni.

ÍR bikarmeistari

ÍR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla er þeir sigruðu HK í úrslitaleik í Laugardalshöll með 38 mörkum gegn 32. ÍR hafði yfirhöndina allan leikin og leiddu til að mynda með þremur mörkum, 18-15, í hálfleik. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill ÍR í karla handboltanum.

Fram og KA gerðu jafntefli

Fram og KA gerðu 3-3 jafntefli í A-deild í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag, en leikið var í Fífunni. Bjarni Pálmason gerði tvö mörk fyrir KA og Hreinn Hringson eitt en Andri Fannar Ottósson, Andrés Jónsson og Heiðar Geir Júlíusson skoruðu fyrir Framara.

Skallagrímur lagði Keflavík

Fimm leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfubolta í gær. Keflavík heimsótti Skallagrím í Borgarnes og með sigri hefðu Keflvíkingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Það gekk ekki eftir

Leikmannaskiptin í NBA

Fjölmörg leikmannaskipti litu dagsins ljós í gær í NBA-deildinni í körfuknattleik en fresturinn til að skiptast á leikmönnum rann út kl. 15 í gær.

Benitez skammar Gerrard

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur farið þess á leit við fyrirliðann Steven Gerrard að vera jákvæður varðandi Meistaradeild Evrópu eftir ummæli sem Gerrard lét falla í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC á dögunum.

Ferrari frumsýnir nýja bílinn

Lið Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum frumsýndi nýja Ferrari-bílinn á dögunum en liðið vonast til að geta haldið áfram sigurgöngu sinn með hjálpa nýja bílsins sem gengur undir nafninu F2005.

Ferguson rennir hýru auga til Paul

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur í hyggju að kaupa markvörðinn Paul Robinson sem leikur með Tottenham. Robinson er einnig landsliðsmarkvörður Englendinga.

Úrslitaleikur fer fram innandyra

Enska knattspyrnusambandið staðfesti á dögunum að úrslitaleikur Carling Cup bikarkeppninnar færi fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff í Wales.

Björninn sleppur vel

Skautafélagið Björninn, sem gekk af velli í miðjum leik gegn Skautafélagi Reykjavíkur á Íslandsmótinu í október sl. í mótmælaskyni við dómgæslu í leiknum, fær einungis 20 þúsund króna sekt. Félagið sleppur að öðru leyti með skrekkinn.

Souness öruggur gegn Herenveen

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle United, sagðist aldrei hafa efast um að liðið kæmist áfram gegn hollenska liðinu Herenveen en liðin mættust í seinni leik Evrópubikarsins í gær þar sem Newcastle hafði betur, 2-1.

Koeman sagði af sér í hádeginu

 Ronald Koeman sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri hollenska liðsins Ajax en liðinu hefur gengið illa upp á síðkastið. Uppsögnin kom í kjölfar taps Ajex gegn AJ Auxerre í Evrópubikarnum í gær, 3-1.

Sjálfboðaliðar í skítmokstur

Fjáraflanir íþróttafélaga eru mismunandi. Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri auglýsir á heimasíðu félagsins eftir sjálfboðaliðum á morgun til þess að moka skít!

Bikarslagur á ný í kvöld?

Undanúrslitaleikur bikarkeppni unglingaflokks karla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í kvöld kl.19.00. Þar eigast við Fjölnir og Njarðvík en segja má að Fjölnismenn eigi harma að hefna þar sem að 8 leikmenn beggja liða áttust við í úrslitum bikarkeppni KKÍ & Lýsingar þar sem Njarðvík fór með öruggan sigur af hólmi, 90-64.

Valencia fallið úr keppni

Steaua Búkarest sló út meistara Valencia í vítaspyrnukeppni í 32 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í gær. Steaua mætir Villareal í næstu umferð. Stjórn Valencia hefur boðað til fundar í hádeginu þar sem framtíð Claudio Ranieri, stjóra Valencia, verður rædd.

Klögumálin ganga á víxl

Klögumálin ganga á víxl á milli herbúða Chelsea og Barcelona eftir leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Aðstoðarþjálfari Barcelona, Henk Ten Cate, sem er sakaður um að sparka í afturendann á Jose Mourinho í leikmannagöngunum eftir leikinn, segir þetta lygi. 

Nowitzki skoraði 34 stig

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem sigraði Sacramento Kings, 122-113. New York Knicks lögðu Philadelphia 76ers, 113-101. Kurt Thomas skoraði 21 stig fyrir Knicks en Allen Iverson 29 fyrir Philadelphia. Loks skellti Los Angeles Clippers Minnesota, 92-86.

Aftur til NBA-fortíðar á Sýn

Á morgun heldur Sýn áfram að sýna sígildar viðureignir úr NBA-körfuboltanum undir dyggri leiðsögn frá Einari Bollasyni, körfuboltaspekingi.

Þeir myndu vilja mína stöðu

Alex Ferguson og Arsene Wenger myndu vilja skipta um sæti við mig. Þetta lét Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa eftir sér á dögunum þrátt fyrir að Chelsea hafi verið slegið út úr FA Cup bikarnum af Newcastle og tapað gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu, 2-1.

Ranieri rekinn frá Valencia

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri spænska liðsins Valencia, var látinn taka poka sinn eftir aðeins 8 mánaða dvöl hjá liðinu.

Ferrari er búið spil, segir Button

Jenson Button, ökumaður hjá Bar Honda í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur tröllatrú á að sigurganga Ferrari-liðsins sé á enda og ætlar hann að taka þátt í að senda liðið niður töfluna. "Ferrari er búið að vera á toppnum í langan tíma og það má ekki halda áfram," sagði Button.

Grindavík - KFÍ frestað

Leik Grindavíkur og KFÍ sem vera átti í Intersport-deildinni í kvöld hefur verið frestað. Ekki var flugfært til og frá Ísafirði vegna þoku.

Downing illa meiddur?

Óttast er að Stewart Downing, leikmaður Middlesbrough, verði frá keppni um þó nokkurn tíma eftir að hafa snúið upp á hásinina á sér í leik gegn Graz AK í UEFA bikarkeppninni í gær.

Sátt við að vera "litla liðið"

Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag.

Læti og hörkuslagsmál

ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi.

Ekkert óeðlilegt gerðist

Anders Frisk, sænski dómarinn í leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, hefur skilað inn leikskýrslu sinni frá leiknum til UEFA.

Jordan kynnir nýjan bíl

Jordan kynnti í dag  nýjan og öflugri bíl sinn fyrir komandi keppnistímabil í Formúlu 1 kappakstrinum. Kynningin fór fram á rauða torginum í Moskvu, en nýr eigandi liðsins, kanadíski auðkýfingurinn Alex Shnaider fæddist í Rússlandi. Shnaider er í forsvari fyrir fjárfestinga hóp sem kallar sig Midland, og mun liðið bera það nafn frá árinu 2006.

Jón Arnór og félagar áfram

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Dynamo frá Pétursborg halda áfram að gera það gott í Evrópudeildinni í körfubolta. Í kvöld komst liðið í átta-liða úrslit deildarinnar með því að vinna CEZ Nymbruk á útivelli, 86-90. St. Pétursborg vann þar með báða leiki einvígisins en Jón Arnór lék í 29 mínútur, skoraði 11 stig og átti 8 stoðsendingar.

Ahonen heimsmeistari

Finninn Janne Ahonen, sem leiðir heimsbikarkeppnina í skíðastökki, varð í dag heimsmeistari í stökki af háum palli í Oberstdorf, Þýskalandi. Bæði stökk Ahonen voru nærri fullkomnun en samanlagt voru þau 141 metri að lengd og færðu honum 313.2 stig. Roar Ljoekelsoey frá Noregi varð annar og Tékkinn Jakub Janda þriðji.

Hoyzer laus úr fangelsi

Robert Hoyzer, líkast til frægasti fyrrverandi knattspyrnudómari heims eftir þátt hans í að ákveða úrslit leikja í þýska boltanum fyrir fram, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir tveggja vikna dvöl. Hoyzer bíður eftir því að vera ákærður fyrir að hjálpa króatískum glæpahring að ákveða úrslit leikja.

Singh og Woods báðir úr leik

Tveir fremstu kylfingar heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods og Vijay Singh frá Fiji-eyjum, eru báðir úr leik holukeppni sem fram fer í Carlsbad, Kalíforníu. Woods spilaði afleitlega og lenti fljótlega undir gegn Nick O´Hearn frá Ástralíu. "Nick setti niður öll púttin sín, en ég aftur á móti engin", sagði Woods réttilega.

Sjá næstu 50 fréttir