Sport

Benitez skammar Gerrard

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur farið þess á leit við fyrirliðann Steven Gerrard að vera jákvæður varðandi Meistaradeild Evrópu eftir ummæli sem Gerrard lét falla í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC á dögunum. Gerrard fullyrti að Liverpool væri ekki líklegt til að bera sigur úr býtum í Meistarakeppninni í ár. "Við þurfum á sigurvegurum að halda hér og allir eiga að hugsa eingöngu um að vinna," sagði Benitez. "Ég talaði við Steven og sagði honum að í framtíðinni ættum við að hugsa sem svo að við gætum unnið Meistaradeildina. Ég meina, af hverju ekki?" Að sögn Benitez er hann alltaf á höttunum eftir lausnum varðandi vandamál sem upp koma hjá liðinu. "Þegar við töpum þá reyni ég að leita að lausnum. Ef við hugsum bara um að vinna næsta leik þá getur allt gerst. Það veit engin hverjir munu dragast saman í þessu. Við gætum lent gagnvart liði sem við ráðum auðveldlega við eða lið sem á í meiðslum." Benitez vonast til að vinna sinn fyrsta titil með Liverpool þegar liðið mætir Chelsea í Carling bikarkeppninni á sunnudaginn í Cardiff.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×