Sport

Landsliðsmaður tuskaði flugfreyju

Kínverski landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Liu Yunfei og annar atvinnuleikmaður frá Kína, 26 ára gamall Wang nafni, voru handteknir í Hong Kong í gær laugardag fyrir að ráðast á flugfreyju að því er fram kemur í fjölmiðlum þar í dag. Tvímenningarnir voru að koma með flugi frá Sidney í Ástralíu og eru sagðir hafa verið að ónáða aðra farþega á leiðinni. Ekki kemur fram hvort þeir félagar hafi verið að staupa sig á leiðinni en engu að síður létu þeir flugreyjuna hafa það óþvegið og kvartaði hún undan axlar og bringuverk eftir ryskingarnar við knattaspyrnukappana. Þeir voru að koma úr æfingaleikjaferð með liði sínu Tianjin Taida.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×