Sport

Leikmannaskiptin í NBA

Fjölmörg leikmannaskipti litu dagsins ljós í gær í NBA-deildinni í körfuknattleik en fresturinn til að skiptast á leikmönnum rann út kl. 15 í gær. Þar bar hæst að Chris Webber hjá Sacramento Kings var skipt til Philadelphia 76ers. Segja má að Antoine Walker hafi verið sendur á byrjunarreit því honum var skipt til Boston Celtics en hann hóf ferilinn hjá Celtics eftir að hafa verið valinn af liðinu í sjötta valrétti í Háskólavalinu 1996. Leikmannaskiptin voru sem hér segir: Philadelphia 76ers fékk: Chris Webber, Matt Barnes og Michael Bradley. Sacramento Kings fékk: Brian Skinner, Kenny Thomas og Corliss Williamson.   New Orleans Hornets fékk: Glenn Robinson. Philadelphia 76ers fékk: Jamal Mashburn og Rodney Rogers.   Milwaukee Bucks fékk: Reece Gaines og tvo valrétti í 2. umferð Háskólavalsins. Houston Rockets fékk: Zendon Hamilton og Mike James.   Milwaukee Bucks fékk: Calvin Booth og Alan Henderson. Dallas Mavericks fékk: Keith Van Horn.   Cleveland Cavaliers fékk: Jiri Welsch. Boston Celtics fékk: Valrétt í 1. umferð Háskólavalsins árið 2007.   New York Knicks fékk: Maurice Taylor. Houston Rockets fékk: Vin Baker, Moochie Norris og valrétt í 2. umferð Háskólavalsins á næsta ári.   Boston Celtics fékk: Antoine Walker. Atlanta Hawks fékk: Gary Payton, Tom Gugliotta, Michael Stewart og valrétt í 1. umferð Háskólavalsins.   New Orleans Hornets fékk: Speedy Claxton og Dale Davis. Golden State Warriors fékk: Baron Davis.   New York Knicks fékk: Malik Rose og tvo valrétti í 1. umferð Háskólavalsins (2005 og 2006). San Antonio Spurs fékk: Nazr Mohammed og Jamison Brewer.   Denver Nuggets fékk: Eduardo Najera, Luis Flores og valrétt í 1. umferð Háskólavalsins. Golden State Warriors fékk: Rodney White og Nikoloz Tskitishvili.   Miami Heat fékk: Steve Smith. Charlotte Bobcats fékk: Malik Allen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×