Sport

Jón Arnór og félagar áfram

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Dynamo frá Pétursborg halda áfram að gera það gott í Evrópudeildinni í körfubolta. Í kvöld komst liðið í átta-liða úrslit deildarinnar með því að vinna CEZ Nymbruk á útivelli, 86-90. St. Pétursborg vann þar með báða leiki einvígisins en Jón Arnór lék í 29 mínútur, skoraði 11 stig og átti 8 stoðsendingar. Jón hitti úr 4 af 9 skotum sínum í leiknum og 3 af 4 af vítalínunni. Ennfremur tók Jón Arnór 1 frákast og stal boltanum tvisvar sinnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×