Fleiri fréttir

Ferguson ver Carroll

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United neitar að kenna markverði sínum Roy Carroll um tapið gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Mourinho fúll

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea er hundfúll eftir atvik sem átti sér stað í leiknum við Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Rijkaard hugsanlega refsað

Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, gæti átt yfir höfði sér refsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu

Keflavík deildarmeistari kvenna

Keflavík varð í gærkvöldi deildarmeistari kvenna í körfuknattleik þegar liðið sigraði ÍS 71-68. Alexandra Stewart skoraði 23 stig fyrir Keflavík en Angel Mason 19 fyrir ÍS. Þegar tvær umferðir eru eftir hefur Keflavík 6 stiga forystu á Grindavík sem tapaði með tuttugu og tveggja stiga mun á heimavelli, 55-77, fyrir nýkrýndum bikarmeisturum Hauka.

Keflavíkurkarlar í kjölfar kvenna?

Keflavík getur tryggt sér deildarmeistaratitil karla með sigri á Skallagrími í Intersport-deildinni í kvöld en liðin eigast við í Borgarnesi. Keflavík hefur fjögurra stiga forystu núna þegar þrjár umferðir eru eftir. Fjórir aðrir leikir verða í kvöld. Snæfell keppir við Fjölni, KR við ÍR, Njarðvík við Tindastól og Hamar/Selfoss fær Hauka í heimsókn.

Sauber ekki búið að semja við BMW

Forráðamenn BMW hafa vísað því á bug að Sauber-liðið í Formúlu 1 hafi gert samning um að nota vélar frá sér í keppni á næsta tímabili.

Þór vann ÍBV í Eyjum

Einn leikur var í DHL-deild karla í handbolta í gærkvöldi. Þór vann ÍBV með 30 mörkum gegn 29 í Vestmannaeyjum. Marek Skabeikis, markvörður Þórs, varði 28 skot en Jóhann Ingi Guðmundsson 24 fyrir ÍBV. Bjarni Gunnar Bjarnason skoraði 7 mörk fyrir Þór og Samúel Ívar Árnason 6 mörk fyrir ÍBV. Þór er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en ÍBV í sjöunda með 7 stig.

Wigan áfram á toppnum

Þrír leikir voru í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Wigan sigraði Coventry 2-1, Nottingham Forest vann Preston 2-0 og Derby og Burnley gerðu 1-1 jafntefli. Wigan er því áfram á toppnum í deildinni með 66 stig, jafnmörg og Ipswich sem hefur lakara markahlutfall.

O´Neal tryggði Indiana sigur

Indiana vann Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í gærkvöld. Jermaine O´Neal skoraði sigurkörfuna 11 sekúndum fyrir leikslok. Cleveland sigraði Chicago, Washington vann Memhpis, Seattle hafði betur í baráttu við New Orleans, Milwaukee vann New Jersey, Denver burstaði Boston.

Skjern sigraði Århus

Skjern, liðið sem Aron Kristjánsson þjálfar, sigraði efsta lið dönsku deildarinnar Århus í gær með 28 mörkum gegn 23. Jón Jóhannesson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson 4. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Århus. Þrátt fyrir ósigurinn er Åhrus enn þá með forystu í deildinni. Liðið er með 26 stig en Kolding með 25 og Skjern er í þriðja sæti með 23.

Vilja fresta leikjum vegna kulda

Forráðamenn 11 knattspyrnuliða í kínversku úrvalsdeildinni hafa óskað eftir því að deildarkeppninni verði frestað um mánuð vegna kulda. Það hefur snjóað mikið í Norður-Kína og hiti farið niður fyrir frostsmark og það telja forráðamennirnir ekki ákjósanlegt til knattspyrnuiðkunar.

Reyes í bann

Spánverjinn Jose Antonyo Reyes hjá Arsenal hefur verið dæmdur í þriggja leikja keppnisbann

Jóhannes Karl skoraði gegn Stoke

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði fyrir Leicester í ensku 1. deildinni í gærkvöldi þegar hann þrumaði boltanum í mark Stoke beint úr aukaspyrnu. Stoke vann 3-2. Ipwich, efsta lið deildarinnar tapaði á heimavelli 1-2 fyrir Watford.

Þór dæmdur sigur gegn ÍA

Dómstóll Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt Þór í Þorlákshöfn sigur í leik gegn ÍA. ÍA vann leikinn sem fram fór 8. febrúar en Þór kærði úrslitin og byggði kæru sína á því að ÍA hefði teflt fram ólöglegum leikmanni. Dómurinn féllst á þá niðurstöðu og dæmdi Þór sigur í leiknum, 20-0.

Vinnur Keflavík deildina í kvöld?

Keflavík getur tryggt sér deildarmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík mætir ÍS í Keflavík en á sama tíma keppa Grindavík og Haukar og Njarðvík og KR. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Keflavík fjögurra stiga forystu á Grindavík og vinni Keflavík en Grindavík tapar þá á Grindavík ekki lengur möguleika á því að ná Keflavík að stigum.

Einar Örn með 7 gegn Magdeburg

Einar Örn Jónsson skoraði 7 mörk þegar lið hans, Wallau Massenheim, tapaði naumlega fyrir Magdeburg í þýska handboltanum í gær, 33-34. Efsta liðið Flensburg sigraði Gummersbach, 28-24.

Bergkamp fær þriggja leikja bann

Dennis Bergkamp, leikmaður Arsenal, þarf að afplána þriggja leikja bann vegna brottvísunar í leik gegn Sheffield United á laugardag. Arsenal óskaði eftir því að rauða spjaldinu yrði breytt í gult spjald og að Bergkamp myndi því sleppa við bannið. Enska knattspyrnusambandið hafnaði beiðninni.

O´Neal meiddist gegn Bulls

Chicago vann Miami Heat 105-101 í framlengdum leik. Ben Gordon skoraði 29 stig fyrir Chicago en Miami missti tröllið Shaquille O´Neal meitt af velli í fyrsta leikhluta. Seattle vann Houston 87-85 þar sem Ray Allen skoraði tvö síðustu stigin af vítalínunni. Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle en Yao Ming 30 fyrir Houston.

Mourinho gantast á blaðamannafundi

Fyrri umferð 16 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lýkur í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarliði Chelsea sem mætir Barcelona á Nou Camp í Katalóníu. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fór á kostum á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti byrjunarlið Chelsea og jafnframt greindi hann blaðamönnum frá því hvernig Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, myndi stilla upp sínu liði.

Eiður Smári á bekknum

Damien Duff hefur verið kallaður í lið Chelsea á kostnað Eiðs Smára fyrir leikinn gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Talið var að Duff yrði á bekknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið.

Sterkt lið Milan á Old Trafford

AC Milan mætir með gríðarlega sterkt lið á Old Trafford í kvöld er liðið leikur gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. United er heldur ekki með neina aukvisa og mun undrabarnið Wayne Rooney leiða sóknarlínuna.

Úrslitaleikurinn innanhús

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að leikur Liverpool og Chelsea í úrslitum deildarbikarsins, sem fram fer í Millennium Stadium í Cardiff, muni fara fram innanhús, en sérstakur lokunarbúnaður er á þaki leikvangsins.

Bulls skellti Miami

Lið Chicago Bulls er heldur betur að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfuknattleik um þessar mundir og í fyrrinótt gerðu ungu bolarnir sér lítið fyrir og skelltu sjóðheitu liði Miami Heat

Souness vill fá Owen

Michael Owen er sagður vera í sigtinu hjá Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, og er talið að hann muni reyna allt hvað hann getur til að lokka Owen aftur til Englands.

Það versta hjá Arsenal í sjö ár

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að frammistaða liðs síns í fyrri leiknum gegn Bayern München í fyrrakvöld hafi verið versta frammistaða liðsins í Evrópukeppni síðan hann tók við liðinu.

Red Bull gæti komið á óvart

Forráðamenn Williams-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum hafa spáð því að nýliðar Red Bull, með fyrrum Williams-ökumanninn David Coulthard í fararbroddi, muni koma öllum á óvart á komandi tímabili og ná að stríða stóru liðunum umtalsvert.

Hopkins í einstakan hóp

Bernard Hopkins komst í einstakan hóp manna um helgina þegar hann varði titil sinn í millivigt í boxi í 20. sinn.

Fáránlegt að sýna krossinn

Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið.

Sævar Ingi mikilvægastur

Tölfræði körfuboltans er margvísleg og gefur mönnum margskonar upplýsingar um frammistöðu leikmanna í Intersportdeild karla. Það er enginn einn tölfræðiþáttur sem nær yfir mikilvægi leikmanna fyrir sín lið. Framlagsjafna NBA-deildarinnar metur heildarframlag leikmanna til síns liðs en það þarf þó ekkert að hafa bein tengsl við gengi liðsins.

Hálfleikstölur í Meistaradeildinni

Í kvöld fara fram seinni fjórir leikirnir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Á Camp Nou eru Chelsea í heimsókn og hafa yfir 1-0 eftir að Juliano Belletti skoraði sjálfsmark á 34. mínútu. Heimamenn í Barcelona hafa verið mun sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér mikið af færum.

Shaq ekki með strax

Shaquille ONeill, sem meiddist í gær í leik gegn Chicago, mun ekki leika með Miami Heat liðinu fyrr en læknar liðsins hafa skoða hann er liðið kemur heim, en það er núna í útileikjahrinu sem líkur á laugardag. ONeil hefur skoraði 22,7 stig að meðaltali í vetur og hirt 10,4 fráköst.

Enn og aftur jafntefli hjá Inter

Porto og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli á Estadio do Dragao í Portúgal. Nígeríumaðurinn Obafemi Martins kom Inter yfir á 24. mínútu en Ricardo Costa jafnaði hálftíma fyrir leikslok.

Milan vann United

AC Milan gerði góða ferð á Old Trafford í kvöld og sigruðu heimamenn 1-0. Hernan Crespo gerið eina markið á 79. mínútu eftir skelfileg mistök hjá Roy Carroll í markinu sem hélt ekki föstu skoti utan af velli og hrökk boltinn til Crespo sem átti ekki í vandræðum með að skora.

Lyon burstaði Bremen

Frönsku meistararnir í Lyon gerðu góða ferð til Bremen og unnu heimamenn í í Werder Bremen 3-0. Fyrrum Arsenal leikmaðurinn Sylvain Wiltord skoraði fyrsta markið, Mahamadou Diarra annað og Juninho Pernambucano það þriðja.

Chelsea hélt ekki út á Camp Nou

Barcelona sigraði Chelsea 2-1 á Camp Nou í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik eftir að Belletti stýrði fyrirgjöf Damien Duff í eigið net. En kaflaskipti urðu í leiknum á 56. mínútu er Didier Drogba fékk sitt annað gula spjald sem var vægast sagt umdeildur dómur.

Úrslit úr kvenna körfunni

Þrír leikir fóru fram úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Efsta liðið Keflavík tók á móti ÍS og sigruðu naumlega 71-68. Njarðvík vann auðveldan heimasigur á KR 77-52 og Grindavík steinlá heima gegn Haukum 55-77.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi

Í morgun var dregið í umspil fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari óskaði þess eins að mæta ekki annað hvort Pólverjum eða Ungverjum og honum varð að ósk sinni því Ísland mætir Hvít-Rússum

Stórleikir í Meistaradeildinni

16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. 

Eitt stysta golfmót sögunnar

Ástralinn Adam Scott vann sigur í bráðabana á einu stysta golfmóti atvinnumanna sem farið hefur fram á PGA-mótaröðinni. Aðeins tókst að ljúka tveimur hringjum vegna mikilla rigninga í Los Angeles en Scott sigraði Bandaríkjamanninn Chad Campbell á fyrstu holu í bráðabana.

Þjálfari Albacete rekinn

Jose Gonzales, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Albacete, var rekinn um helgina þegar liðið tapaði fyrir botnliði Numancia. Albacete er í þriðja neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en fjögur neðstu liðin á Spáni hafa öll rekið þjálfara sína.

Benfica og Porto jöfn

Benfica sigraði Vitoria Gimares, 1-0, í portúgölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og náði með sigrinum Porto að stigum í deildinni. Porto og Benfica eru efst og jöfn í deildinni með 41 stig.

Víkingur tekur á móti Haukum

Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur tekur á móti Haukum og hefst leikur liðanna klukkan 19.15.

Viggó sáttur við dráttinn

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er ánægður með væntanlega andstæðinga Íslendinga í umspili fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í Sviss í upphafi næsta árs. Eins og greint var frá á Vísi í morgun munu Íslendingar mæta Hvít-Rússum. Hægt er að hlusta á viðtal við Viggó í eittfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. </font />

Sjá næstu 50 fréttir