Sport

Ferguson rennir hýru auga til Paul

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur í hyggju að kaupa markvörðinn Paul Robinson sem leikur með Tottenham. Robinson er einnig landsliðsmarkvörður Englendinga. Robinson var reyndar orðaður við United fyrir einu og hálfu ári en samningar náðust ekki milli United og Leeds, þáverandi liði Robinson. Hann endaði hjá Tottenham fyrir tvær milljónir punda en afar litlar líkur eru á því að Tottenham muni selja hann fyrir minna en 5 milljónir punda. Ferguson hefur miklar mætur á Robinson og vill tryggja United góðan markvörð fyrir næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×