Sport

Bikarslagur á ný í kvöld?

Undanúrslitaleikur bikarkeppni unglingaflokks karla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í kvöld kl.19.00. Þar eigast við Fjölnir og Njarðvík en segja má að Fjölnismenn eigi harma að hefna þar sem að 8 leikmenn beggja liða áttust við í úrslitum bikarkeppni KKÍ & Lýsingar þar sem Njarðvík fór með öruggan sigur af hólmi, 90-64. Þeirra á meðal eru Magnús Pálsson sem hefur, þrátt fyrir ungan aldur, fært sig allverulega upp á skaftið í vetur og er einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar. Þá ber einnig að minnast á Guðmund Jónsson, leikmann Njarðvíkur, sem átti stórleik í fyrrnefndum bikarúrslitaleik og átti stóran þátt í sigri liðsins. Það má því búast við því að andrúmsloftið verði lævi blandið í Grafarvogi í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×