Sport

Ferrari frumsýnir nýja bílinn

Lið Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum frumsýndi nýja Ferrari-bílinn á dögunum en liðið vonast til að geta haldið áfram sigurgöngu sinn með hjálpa nýja bílsins sem gengur undir nafninu F2005. Hönnun bílsins er í takt við þær breytingar á reglum sem gerðar voru fyrir tímabilið og á vélin að endast út tvær keppnir eins og nýju reglurnar segja til um. Fyrsta keppnin er sunnudaginn 6. mars í Melbourne í Ástralíu. Það verða sem fyrr Michael Schumacher, margfaldur heimsmeistari, og Rubens Barrichello sem keppa fyrir hönd Ferrari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×