Sport

Downing illa meiddur?

Óttast er að Stewart Downing, leikmaður Middlesbrough, verði frá keppni um þó nokkurn tíma eftir að hafa snúið upp á hásinina á sér í leik gegn Graz AK í UEFA bikarkeppninni í gær. "Þetta er mikið áfall fyrir okkur en við munum skoða þetta í fyrramálið," sagði Steve McLaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough en bætti því við að hann væri yfir sig ánægður með leik sinna manna sem báru sigur úr býtum, 2-1. "Graz eiga samt hrós skilið og liðið bjó yfir góðu leikskipulagi og var duglegt að koma boltanum fram. Við áttum erfitt með að takast á við það en vorum hins vegar betri í seinni hálfleik."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×