Sport

Akinbiyi ekki sáttur við Stoke

Hinn nýi framherji Burnley, Aki Akinbiyi, er ekki sáttur við fyrrum vinnuveitendur sína í Stoke og vandar þeim ekki kveðjurnar eftir 600 þúsund punda sölu sína á Turf Moor. Akinbiyi sakar Gunnar Gíslason, stjórnarformann Stoke, um metnaðarleysi og segir hann ekki bera sama metnað og leikmenn, framkvæmdastjóri og stuðningsmenn. "Ég hef stanslaust reynt að fá það sem mér var lofað frá Stoke, en ég kom á frjálsri sölu og tók á mig mikla launalækkun til að koma til félagsins. Ég var með betri tilboð fjárhagslega frá öðrum félögum, en ég hafið áður leikið með Stoke á lánssamning og varð ástfangin af félaginu og stuðningsmönnunum.""Um leið og Stoke fékk tækifæri á að selja mig var mér gert það ljóst að nærveru  minnar væri ekki óskað lengur þannig að ég þurfti ekkert að hugsa mig lengi um."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×