Sport

Aftur til NBA-fortíðar á Sýn

Á morgun heldur Sýn áfram að sýna sígildar viðureignir úr NBA-körfuboltanum undir dyggri leiðsögn frá Einari Bollasyni, körfuboltaspekingi. Að þessu sinni gefur að líta sjöttu viðureign úr úrslitarimmunni frá 1985 þar sem að Los Angeles Lakers og Boston Celtics áttust við. Lakers hafði harma að hefna þar sem að Boston náði að leggja liðið að velli ári áður í sjö leikja rimmu en fyrir leikinn hafði Lakers unnið þrjá leikin en Boston tvo. Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar voru aðalmenn Lakers á þessum tíma en Larry Bird og Kevin McHale fóru fyrir Celtics. Leikurinn er á dagskrá kl. 13.20 á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×