Sport

Ferrari er búið spil, segir Button

Jenson Button, ökumaður hjá Bar Honda í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur tröllatrú á að sigurganga Ferrari-liðsins sé á enda og ætlar hann að taka þátt í að senda liðið niður töfluna. "Ferrari er búið að vera á toppnum í langan tíma og það má ekki halda áfram," sagði Button. "Williams var á toppnum í þrjú til fjögur ár í einu og það sama má segja um McLaren. Þetta endist ekkert í 10 ár. Aðalmarkmiðið mitt í ár er að standa á verðlaunapallinum og horfa niður á Michael Schumacher." Schumacher hefur unnið fimm af sjö heimsmeistaratitlum með Ferrari og lítið gefur til kynna að sigurganga og vilji liðsins hafi runnið sitt skeið. Button er búinn að fá sig fullsaddan af því að vera á eftir Schumacher."Við komumst á verðlaunapall 11 sinnum á síðasta tímabili sem var frábær árangur. Nú þurfum við að spýta í lófanna og keppa af fullum krafti við Ferrari."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×