Fleiri fréttir

Beattie að fara frá Southampton

Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Southampton, hefur staðfest að sóknarmaðurinn James Beattie muni fara frá liðinu þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar.

Eiður íþróttamaður ársins

"Ég lít svo á að þetta sé stærsti titill sem íþróttamaður á Íslandi getur fengið og það er virkilega gaman að hljóta hann," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður í Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í kvöld. Eiður bar sigur úr býtum í kjöri Fréttablaðsins og Vísis um íþróttamann ársins 2004.

Fimm stiga sigur á Englandi

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í gækvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Íslenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur í kvöld og þá í Sheffield.

United vann Villa 1-0

Rétt í þessu var leik Aston Villa og Manchester United að ljúka og fór United mið sigur af hólmi, 1-0. Ryan Giggs skoraði eina markið á 41. mínútu með laglegu skoti frá vítateigslínu. Alan Smith átti þó tilþrif dagsins er hann skaut í slánna af um eins metra færi í uppbótartíma.

Ekkert stöðvar Chelsea

Chelsea virðast ekkert ætla að gefa eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn og eftir 0-2 sigur á Portsmouth í dag hefur liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Arsenal á reyndar leik inni og getur minnkað forystuna niður í fimm stig með sigri á Newcastle á útivelli í kvöld.

Ekkert stöðvar Chelsea

Chelsea virðast ekkert ætla að gefa eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn og eftir 0-2 sigur á Portsmouth í dag hefur liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Arsenal á reyndar leik inni og getur minnkað forystuna niður í fimm stig með sigri á Newcastle á útivelli í kvöld.

Fleiri ensk lið vilja Morientes

Fernando Morientes, framherji Real Madrid, er nú eftirsóttur af enskum úrvalsdeildarliðum. Liverpool og Newcastle hafa þegar borið víurnar í kappann og falast eftir kröftum hans en umboðsmaður Morientes hefur nú gefið út að tvö önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafi bæst í hópinn. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvaða lið það eru.

Kíl endurheimti efsta sætið

Kíl endurheimti efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið sigraði Groswallstadt á útivelli, 30-26. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Groswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

Ólafur fær keppinaut

Líklegt þykir að handknattleikslið Hamborg þurfi að endurskoða leikmannlista félagsins um áramót en nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Jon Belustegi gangti til liðs við Ciudad Real á Spáni. Belustegi er örvhentur og mun væntanlega keppa við Ólaf Stefánsson um stöðuna hjá spænska félaginu.

Landsliðið leikur á Englandi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hélt í dag til Englands þar sem liðið mun leika tvo landsleiki gegn Englendingum á milli jóla og nýárs. Liðið leikur einnig einn leik gegn úrvalsliði Lundúnaborgar.

Phoenix heldur sigurgöngunni áfram

Phoenix heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum en liðið vann í nótt sinn ellefta sigur í röð þegar liðið sigraði Toronto 106-94. New York bar sigurorð af Charlotte 91-82, Millwauke vann Chicago 99-92 og San Antonio skellti Boston 107-90.

Nowitzki með stórleik gegn Nuggets

Denver Nuggets áttu ekki mikla möguleika gegn Dirk Nowitzki og félaga í Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld er liðin mættust í Denver.

Verður Rooney refsað?

Tilkynnt verður á morgun hvort Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, hljóti refsingu fyrir að hrinda Tal Ben Haim í leik United og Bolton.

Wenger er sama um Chelsea

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er slétt sama um úrslit aðalkeppinautar liðsins, Chelsea.

Barcelona úr leik, segir Carvalho

Ricardo Carvalho, varnarmaður Chelsea, getur ekki beðið eftir að mæta Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Keegan styður Robbie Fowler

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, sér lítinn tilgang með fótbolta ef menn mega ekki fagna mörkum sínum.

Bandaríkin unnu Rússland

Heimsmeistaramót unglingalandsliða í íshokkíi hófst á síðustu helgi þegar Rússland mætti Bandaríkjunum.

Riise vill framlengja

John Arne Riise, leikmaður Liverpool, sagði í dag að hann vildi skrifa undir nýjan samning félagið. Landsliðsmaðurinn norski, sem skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Liverpool á WBA í gær, er mjög ánægður undir stjórn nýja stjórans, Rafael Benitez, en Riise kom til Liverpool frá Monaco árið 2001.

Morientes til Newcastle

Dagar Fernando Morientes hjá Real Madrid gætu senn verið á enda ef marka má síðustu fregnir.

Raul að fara frá Real Madrid?

Æ fleira bendir til að miklar breytingar séu framundan hjá stórliði Real Madrid á komandi misserum og er orðið ljóst að nýr stjóri knattspyrnumála hjá liðinu, Ítalinn Arrigo Sacchi, mun framkvæma algera vorhreingerningu innan herbúða liðsins áður en ný leiktíð hefst í haust.

Níu leikir í ensku deildinni í dag

Níu leikir eru á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í dag en yfirstandandi vika er sú erfiðasta á leiktíðinni þar sem öll liðin leika fjóra leiki á níu dögum.

Carvalho kokhraustur

Portúgalski varnarmaðurinn hjá Chelsea, Ricardo Carvalho, getur ekki beðið eftir því að lið hans mæti Barcelona, efsta liðinu á Spáni, í Meistaradeildinni, en liðin drógust saman í 16-liða úrslitum.

Hrefna til KR

Hrefna Jóhannesdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika með KR á næstu leiktíð en þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag. Hrefna, sem spilaði með norska liðinu Medkila síðastliðið sumar, er mikill markaskorari og hefur spilað 141 leik fyrir KR frá árinu 1995.

Heat vann Lakers

Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat höfðu betur gegn Los Angeles Lakers, 104-102, í kvöld í NBA-körfuboltanum. Leiknum hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem Kobe Bryant og O´Neal leiða saman hesta sína eftir að leiðir skildu eftir síðasta tímabil. Tvímenningarnir hafa munnhöggvið duglega í hvorn annan í fjölmiðlum upp á síðkastið og því var viðbúið að andrúmsloftið yrði lævi blandið.

Engin slagsmál að þessu sinni

Indiana Pacers tók á móti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum í kvöld en þegar þessi lið mættust á heimavelli Pistons sauð allrækilega upp úr undir lok leiksins sem endaði með allsherjarslagsmálum milli áhorfenda og leikmanna Pacers. David Stern, framkvæmdastjóri NBA, ákvað í kjölfarið að dæma þrjá leikmenn Pacers í bann og vonir liðsins því ekki miklar fyrir komandi átök á tímabilinu.

Toppliðin unnu öll

Lið Chelsea virðist einfaldlega ekki fært um að tapa leik þessa dagana og í gær var það lið Aston Villa sem var fórnarlambið.

Fá 50 milljónir á mánuði

Frank Lampard, Patrick Vieira og Sol Campbell eru launahæstu leikmennirnir í ensku knattspyrnunni í dag og þiggja allir 11,6 milljónir íslenskra króna á viku eða rétt um 50 milljónir á mánuði.

Tíundi sigur Miami í röð

Miami Heat heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda sigur í nótt þegar það bar sigurorð af Sacramento Kings, 109-107, á útivelli. San Antonio Spurs lagði Minnesota Timberwolves, 96-82, og Phoenix Suns vann Memphis Grizzlies, 109-102.

Real úti á þekju gegn Sevilla

Stórlið Real Madrid kórónaði eitt versta tímabil sitt um langa hríð í fyrrakvöld þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Sevilla 0-1. Var leikur liðsins svo dapur að annars sauðtryggir aðdáendur liðsina bauluðu og hrópuðu á leikmenn þess nánast allan síðari hálfleikinn.

Englandsfararnir valdir

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og aðstoðarmaður hans Henning Heninngsson hafa valið þrettán manna landsliðshóp sem fer til Englands milli jóla og nýárs og munu spila þrjá æfingaleiki í Englandi, tvo opinbera landsleiki gegn Englandi og svo æfingaleik gegn úrvalsliði frá London.

Tólf stig í jóla- og áramótapotti

Ólíkt flestum öðrum knattspyrnudeildum er alltaf mest að gerast í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót og enskir knattspyrnumenn halda í hefðina þetta árið. Á meðan Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar hafa það rólegt yfir jólamatnum og pökkunum ráðast oft örlög margra liða í Englandi í jólavertíðinni sem nú er framundan.

Sigruðu úrvalslið Katalóníu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði úrvalslið Katalóníu með 36 mörkum gegn 34 í vináttuleik í Katalóníu í gærkvöldi. Úrslit réðust í framlengingu en staðan í lok venjulegs leiktíma var 30-30. Dagný Skúladóttir var valin best á vellinum í gærkvöldi en hún var markahæst, skoraði ellefu mörk. Hanna Stefánsdóttir skoraði sjö mörk og Hrafnhildur Skúladóttir fimm.

Árni fékk eins leiks bann

Árni Stefánsson, þjálfari FH í handbolta, var í gær dæmdur í eins leiks bann vegna endurtekinnar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fram og FH í DHL-deildinni í handbolta 18. desember. Aganefnd HSÍ dæmdi FH-inga einnig í sjö þúsund króna sekt vegna atviksins. Þá var Daníel Berg Grétarsson, leikmaður Gróttu/KR, dæmdur í eins leiks bann.

Ipswich hafði betur í uppgjörinu

Ipswich og Wigan höfðu sætaskipti í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. Ipswich vann Wigan 2-1 í uppgjöri efstu liðanna. Darren Bent skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Essen tapaði fyrir Kiel

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark þegar Tusem Essen tapaði fyrir Kiel 21-28 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Kiel er í fyrsta sæti með 26 stig en Essen er í 8. sæti með 18 stig.

Barcelona með tólf stiga forystu

Barcelona sigraði Levante 2-1 í spænsku 1. deildinni í gærkvöld og náði tólf stiga forystu á granna sína í Espanol. Barcelona tók forystuna á 28. mínútu þegar Deco skaut í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. Mateu Jofre jafnaði metin hálftíma fyrir leikslok en þegar fjórar mínútur voru eftir skoraði Samuel Eto´o sigurmark Barcelona.

Spilaði á ný eftir hjartaáfall

Senegalski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Khalilou Fadiga, skoraði mark í sínum fyrsta fótboltaleik í gærkvöldi eftir sjúkrahúsvist vegna hjartaáfalls. Skömmu fyrir leik gegn Tottenham í deildarbikarnum í lok október hneig Fadiga niður og var fluttur á sjúkrahús.

Dallas burstaði New York

Sex leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Dallas Mavericks burstaði New York Knicks í Madison Square Garden 123-94. Josh Howard tók 16 fráköst og skoraði 26 stig en Dirk Nowitski kom næstur með 23 stig. Dallas náði mest 46 stiga forystu í leiknum.

Nýr útlendingur til KR-inga

Bandaríkjamaðurinn Aaron Harper er genginn til liðs við körfuknattleikslið KR. Harper er 23 ára og kemur í stað Damon Garris en KR-ingar sögðu upp samningi sínum við hann.

Ísland vann Katalóníu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik bar sigurorð af úrvalsliði Katalóníu, 36-34, í framlengdum vináttuleik rétt fyrir utan Barcelona á þriðjudagskvöldið.

Bið hjá Chelsea eftir Joaquin

Svo gæti farið að Chelsea þurfi að bíða fram á sumar eftir spænska kantmanninum Joaquin sem leikur með Real Betis en Chelsea hefur gert fimm árangurslausar tilraunir til að kaupa kappann.

Miami vann 9. leikinn í röð

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal lék ekki með sínum mönnum í Miami Heat aðfaranótt miðvikudags vegna meiðsla á kálfa.

Karlarnir mættu læra af konunum

Gunnar Pettersen, þjálfari norska karlalandsliðsins í handbolta, hefur látið hafa eftir sér að karlaliðið geti lært mikið af norska kvennaliðinu sem vann Evrópumeistaratitil um síðustu helgi.

Frjálsíþróttamaður ársins valinn

Eþíópíski langhlauparinn Kenenisa Bekele var í gær kjörinn frjálsíþróttamaður ársins af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu.

Sjá næstu 50 fréttir