Sport

Spilaði á ný eftir hjartaáfall

Senegalski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Khalilou Fadiga, skoraði mark í sínum fyrsta fótboltaleik í gærkvöldi eftir sjúkrahúsvist vegna hjartaáfalls. Skömmu fyrir leik gegn Tottenham í deildarbikarnum í lok október hneig Fadiga niður og var fluttur á sjúkrahús. Læknar gáfu honum grænt ljós um að hann mætti halda áfram að spila og Fadiga lék allan leikinn í gær þegar varalið Bolton vann varalið Manchester City í vítaspyrnukeppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×