Fleiri fréttir Stjörnuleikurinn með breyttu sniði Hinn árlegi Stjörnuleikur körfuknattleikssambandsins verður haldinn laugardaginn 15. janúar 2005 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. KKÍ hefur efnt til <a href="http://www.kki.is/stjornuleikur.asp" target="_blank">netkosningar</a> á þeim leikmönnum sem taka eiga þátt í stjörnuleiknum sem að þessu sinni verður með breyttu sniði og af því tilefni munu þau atkvæði sem þegar hafa borist ekki vera talin. 22.12.2004 00:01 Stakk vindli í auga samherja Enska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu, Manchester City, hefur þurft að grípa til ráðstafana og refsa tveimur leikmönnum félagsins fyrir villimannslega hegðun á jólaskemmtun City á dögunum. Annar þeirra er hinn 22 ára gamli Joey Barton sem stakk logandi vindli í auga unglingaliðsmanns félagsins, James Tandy. 22.12.2004 00:01 Valencia í 2. sætið á Spáni Sevilla vann heldur betur óvæntan útisigur á Real Madrid, 0-1 í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrr í kvöld fóru hins vegar fram 6 aðrir leikir og ber hæst 3-0 sigur Valencia á Espanyol sem fyrir umferðina var í 2. sæti, tólf stigum á eftir toppliði Barcelona sem er með 42 stig. Real Madrid er í 5. sæti með 29 stig. 22.12.2004 00:01 Jermaine O Neal fékk bannið stytt Jermaine O Neal leikmaður Indiana Pacers í bandaríska NBA körfuboltanum fékk í dag leikbann stytt úr 25 leikjum í 15 sem hann var upphaflega úrskurðaður í fyrir þátttöku sína í slagsmálum við leikmenn og áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons 19. nóvember sl. Gerðardómsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið fyrir mál þeirra leikmanna sem dæmdir voru í bann eftir slagsmálin margumtöluðu. 22.12.2004 00:01 Kem sterkur til baka Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad í Þýskalandi, segist sár og svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir HM í Túnis en er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik. </font /></b /> 22.12.2004 00:01 Dregið í körfunni í gær Bikarmeistarar Keflavíkur í karla- og kvennaflokki í körfunni eiga erfiða leiki fyrir höndum í átta liá úrslitum Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar en dregið var í gær. 21.12.2004 00:01 Kvennalandslið spilar í Katalóníu Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hélt í gær til Katalóníu en liðið mun spila leik gegn úrvalsliðið Katalóníu í dag. 21.12.2004 00:01 Giggs fer ekki fram á mikið Umboðsmaður Ryans Giggs, segir að umbjóðandi hans fari ekki fram á mikið í samingaviðræðum sínum við Manchester United og furðar sig á því að félagið skuli ekki vera búið að endurnýja samninginn við kappann sem rennur út 2006. 21.12.2004 00:01 Snorri Steinn situr heima Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik tilkynnti fyrir stundu hvaða sextán leikmenn leika fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í lok janúar. Ólafur steánsson kemr nú inn í landsliðshópinn að nýju en Snorri Steinn Guðjónsson hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. 21.12.2004 00:01 Snorri og Þórir detta út Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í morgun 16 manna landsliðshóp sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Túnis í lok janúar og byrjun febrúar. Snorri Steinn Guðjónsson og Þórir Ólafsson detta út úr hópnum sem tók þátt í Heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði og Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýkominn úr aðgerð á hendi. 21.12.2004 00:01 Ronaldinho og Prinz valin best Brasilíumaðurinn Ronaldinho og hin þýska Birgit Prinz voru kjörin knattspyrnumenn ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu en landsliðsþjálfarar og fyrirliðar um allan heim höfðu atkvæðisrétt. Kjörinu var lýst í Zürich í Sviss og var í beinni útsendingu á Sýn. 21.12.2004 00:01 Sigurlás þjálfar Eyjastúlkur Sigurlás Þorleifsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna ÍBV knattspyrnu. Sigurlás er margreyndur þjálfari, þjálfaði karlalið ÍBV og Stjörnunnar á sínum tíma og einnig kvennalið ÍBV með góðum árangri. Sigurlás tekur við af Heimi Hallgrímssyni sem gerði ÍBV að bikarmeisturum í sumar. 21.12.2004 00:01 Iverson með 51 stig Allen Iverson skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Philadelphia sem tapaði reyndar fyrir Utah Jazz með 103 stigum gegn 101 í NBA deildinni í nótt.. Þetta er annar leikurinn í röð sem Iverson skorar yfir 50 stig í leik og hann sá fyrsti sem afrekar þetta í NBA deildinni í fjögur ár. 21.12.2004 00:01 Iverson með 51 stig gegn Jazz Allen Iverson var fyrsti leikmaðurinn í fjögur ár til að ná því afreki að skora 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð í fyrrakvöld þegar lið hans, Philadelphia 76ers, mætti Utah Jazz í NBA-körfuboltanum. 21.12.2004 00:01 Liverpool lætur ekki Gerrard Forráðamenn Liverpool hafa tjáð stjórn Real Madrid að ekki sé inni í myndinni að skipta á Steven Gerrard og Fernando Morientes. 21.12.2004 00:01 Wilhelmsson vill fara til Spurs Sænski knattspyrnumaðurinn Christian Wilhelmsson segist glaður vilja ganga til liðs við Tottenham. 21.12.2004 00:01 Ronaldhino fer ekki til Chelsea Ronaldhino, nýkrýndur knattspyrnumaður árins 2004, segist hafa engin áform um að segja skilið við Barcelona til að ganga til liðs við Chelsea. 21.12.2004 00:01 Ferguson varar Chelsea við Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað Chelsea við að liðinu fatist flugið á nýju ári. 21.12.2004 00:01 Björgvin í 25. sæti Björgvin Björgvinsson skíðakappi kláraði fyrri ferð sína á svigmóti í Tékklandi. 21.12.2004 00:01 Hann er Corvette, ég er múrveggur Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag en þá munu Shaquille O´Neal og Kobe Bryant mætast í fyrsta sinn síðan O´Neal var skipt til Miami í sumar. 21.12.2004 00:01 Arnór í stað Snorra Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. 21.12.2004 00:01 Charlton vann Fulham Charlton bar sigurorð af Fulham, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á mánudagskvöldið. Jerome Thomas kom Charlton yfir á 27. mínútu og varnarmaðurinn Talal El Karkouri bætti öðru marki við á 66. mínútu. 21.12.2004 00:01 Yao Ming með 40 stig Yao Ming og Tracy McGrady voru í miklu stuði aðfaranótt þriðjudags þegar lið þeirra, Houston Rockets, bar sigurorð af Toronto Raptors, 114-102, í NBA-deildinni í körfubolta. 21.12.2004 00:01 Tennismaður ársins kosinn Svissneski tenniskappinn Roger Federer var í gær kjörinn tennismaður ársins af Alþjóða tennissambandinu. 21.12.2004 00:01 Tenniskona ársins valin Rússneska tenniskonan Anastasia Myskina var kjörin tenniskona ársins við sama tækifæri. 21.12.2004 00:01 Zajec ráðinn til Portsmouth Króatinn Velimir Zajec var í gær ráðinn knattspyrnustjóri hjá Portsmouth en hann var upphaflega ráðinn til félagsins sem yfirmaður knattspyrnumála. 21.12.2004 00:01 Parker hjá Chelsea fótbrotinn Scott Parker, miðjumaður hjá Chelsea, verður frá næstu vikurnar eftir að hann fótbrotnaði í leik Chelsea og Norwich í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. 21.12.2004 00:01 Santos brasilískur meistari Santos tryggði sér brasilíska meistaratitilinn í fótbolta aðfaranótt þriðjudags þegar liðið bar sigurorð af Vasco, 2-1. Ricardinho og Elano skoruðu mörk Santos sem vann sinn annan meistaratitil á síðustu þremur árum. 21.12.2004 00:01 Til Celtic KR ingarnir Kjartan Henrý Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason gerðu munnlegt samkomulag við skoska úrvalsdeildarliðið Celtic í gær en gengið verður formlega frá undirskrift samningsins í dag. Samningur beggja er til 2007. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns leikmannanna, náðu KR og Celtic samkomulagi um kaupverð um helgina. 20.12.2004 00:01 Í frjálsu falli niður listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 93. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og fellur um þrjú sæti frá síðasta mánuði. Íslenska landsliðið er í frjálsu falli því það hefur dottið niður um 35 sæti á styrkleikalistanum á einu ári, sem er það mesta af þeim 205 liðum sem eru á listanum. 20.12.2004 00:01 Tilkynnt í kvöld Í kvöld verður tilkynnt hver er besti knattspyrnumaður heims árið 2004. Kjörinu verður lýst í Zürich í Sviss og verður í beinni útsendingu á Sýn kl. sjö. Landsliðsþjálfarar um allan heim sjá um valið í samvinnu við FIFA. Þegar hefur verið tilkynnt hvaða leikmenn urðu þremur í efstu sætunum, þeir Thierry Henry, Ronaldinho og Andryi Schevchenko sem á dögunum var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu. 20.12.2004 00:01 Spree meiddur Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota Timberwolves, meiddist í leik á föstudaginn var gegn Los Angeles Clippers í NBA-körfuboltanum. 20.12.2004 00:01 Heat vann áttunda sigurinn í röð Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat, unnu sinn áttunda leik í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið lagði nágranna sína í Orlando Magic, 117-107. 20.12.2004 00:01 Cantona var kjaftfor í beinni Eric Cantona olli miklum usla í viðtali á MUTV, sem er sjónvarpsstöð í eigu Manchester United, þegar hann notaði óviðeigandi orð í beinni útsendingu. 20.12.2004 00:01 Ferrari sendir F1 tóninn Luca di Montezemolo, forstöðumaður Ferrari, hefur varað forráðamenn Formúlu 1 kappastrinum við að liðin muni molna í sundur náist ekki samkomulag um hærri fjárveitingu til liðanna 20.12.2004 00:01 Woods vill fara huldu höfði Kylfingurinn Tiger Woods segir að konan sín, Elin Nordegren, skipti sig miklu máli í íþróttinni. "Við erum eins og lið," sagði Woods. 20.12.2004 00:01 Keppnisbann fyrir gróft brot Todd Bertuzzi, leikmaður Vancouver Canucks í NHL, fær ekki að leika í Evrópu vegna keppnisbanns í Bandaríkjunum. 20.12.2004 00:01 Carter kjaftaði frá kerfi Vince Carter, sem nýlega gekk til liðs við New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, hefur verið ásakaður um tilraun til að skemma leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors. 20.12.2004 00:01 Landsliðið niður um 37 sæti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lækkaði sjöunda mánuðinn í röð á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í gær og er nú komið niður í 93. sæti á listanum. 20.12.2004 00:01 Barcelona á eftir Anelka Spænska stórliðið Barcelona ætlar nú að gera lokatilraun til að kaupa franska framherjann Nicolas Anelka frá Manchester City. 20.12.2004 00:01 Newcastle vill Beattie Newcastle vill fá enska framherjann James Beattie frá Southampton og hafa boðið félaginu fimm milljónir punda og Frakkann Laurent Robert fyrir kappann. 20.12.2004 00:01 Beckham á bekkinn David Beckham var settur á bekkinn hjá Real Madrid þegar liðið mætti Racing Santander á laugardaginn. 20.12.2004 00:01 Manning færist nær metinu Peyton Manning, leikstjórnandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, færðist nær metinu yfir flestar sendingar sem gefa snertimörk á einu tímabili. 20.12.2004 00:01 Strachan ekki til Portsmouth Gordon Strachan hefur ákveðið að taka ekki við knattspyrnustjórastöðunni hjá Portsmouth en hún hefur verið laus síðan Harry Redknapp hætti fyrir skömmu. 20.12.2004 00:01 Cantona ekki hrifinn af Glazer Franska goðsögnin Eric Cantona er ekki hrifinn af því að bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer sé að reyna að kaupa Manchester United. 20.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stjörnuleikurinn með breyttu sniði Hinn árlegi Stjörnuleikur körfuknattleikssambandsins verður haldinn laugardaginn 15. janúar 2005 í Valsheimilinu að Hlíðarenda. KKÍ hefur efnt til <a href="http://www.kki.is/stjornuleikur.asp" target="_blank">netkosningar</a> á þeim leikmönnum sem taka eiga þátt í stjörnuleiknum sem að þessu sinni verður með breyttu sniði og af því tilefni munu þau atkvæði sem þegar hafa borist ekki vera talin. 22.12.2004 00:01
Stakk vindli í auga samherja Enska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu, Manchester City, hefur þurft að grípa til ráðstafana og refsa tveimur leikmönnum félagsins fyrir villimannslega hegðun á jólaskemmtun City á dögunum. Annar þeirra er hinn 22 ára gamli Joey Barton sem stakk logandi vindli í auga unglingaliðsmanns félagsins, James Tandy. 22.12.2004 00:01
Valencia í 2. sætið á Spáni Sevilla vann heldur betur óvæntan útisigur á Real Madrid, 0-1 í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrr í kvöld fóru hins vegar fram 6 aðrir leikir og ber hæst 3-0 sigur Valencia á Espanyol sem fyrir umferðina var í 2. sæti, tólf stigum á eftir toppliði Barcelona sem er með 42 stig. Real Madrid er í 5. sæti með 29 stig. 22.12.2004 00:01
Jermaine O Neal fékk bannið stytt Jermaine O Neal leikmaður Indiana Pacers í bandaríska NBA körfuboltanum fékk í dag leikbann stytt úr 25 leikjum í 15 sem hann var upphaflega úrskurðaður í fyrir þátttöku sína í slagsmálum við leikmenn og áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons 19. nóvember sl. Gerðardómsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa tekið fyrir mál þeirra leikmanna sem dæmdir voru í bann eftir slagsmálin margumtöluðu. 22.12.2004 00:01
Kem sterkur til baka Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad í Þýskalandi, segist sár og svekktur yfir því að hafa ekki verið valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir HM í Túnis en er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik. </font /></b /> 22.12.2004 00:01
Dregið í körfunni í gær Bikarmeistarar Keflavíkur í karla- og kvennaflokki í körfunni eiga erfiða leiki fyrir höndum í átta liá úrslitum Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar en dregið var í gær. 21.12.2004 00:01
Kvennalandslið spilar í Katalóníu Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hélt í gær til Katalóníu en liðið mun spila leik gegn úrvalsliðið Katalóníu í dag. 21.12.2004 00:01
Giggs fer ekki fram á mikið Umboðsmaður Ryans Giggs, segir að umbjóðandi hans fari ekki fram á mikið í samingaviðræðum sínum við Manchester United og furðar sig á því að félagið skuli ekki vera búið að endurnýja samninginn við kappann sem rennur út 2006. 21.12.2004 00:01
Snorri Steinn situr heima Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik tilkynnti fyrir stundu hvaða sextán leikmenn leika fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst í lok janúar. Ólafur steánsson kemr nú inn í landsliðshópinn að nýju en Snorri Steinn Guðjónsson hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. 21.12.2004 00:01
Snorri og Þórir detta út Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í morgun 16 manna landsliðshóp sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Túnis í lok janúar og byrjun febrúar. Snorri Steinn Guðjónsson og Þórir Ólafsson detta út úr hópnum sem tók þátt í Heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði og Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýkominn úr aðgerð á hendi. 21.12.2004 00:01
Ronaldinho og Prinz valin best Brasilíumaðurinn Ronaldinho og hin þýska Birgit Prinz voru kjörin knattspyrnumenn ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu en landsliðsþjálfarar og fyrirliðar um allan heim höfðu atkvæðisrétt. Kjörinu var lýst í Zürich í Sviss og var í beinni útsendingu á Sýn. 21.12.2004 00:01
Sigurlás þjálfar Eyjastúlkur Sigurlás Þorleifsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna ÍBV knattspyrnu. Sigurlás er margreyndur þjálfari, þjálfaði karlalið ÍBV og Stjörnunnar á sínum tíma og einnig kvennalið ÍBV með góðum árangri. Sigurlás tekur við af Heimi Hallgrímssyni sem gerði ÍBV að bikarmeisturum í sumar. 21.12.2004 00:01
Iverson með 51 stig Allen Iverson skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Philadelphia sem tapaði reyndar fyrir Utah Jazz með 103 stigum gegn 101 í NBA deildinni í nótt.. Þetta er annar leikurinn í röð sem Iverson skorar yfir 50 stig í leik og hann sá fyrsti sem afrekar þetta í NBA deildinni í fjögur ár. 21.12.2004 00:01
Iverson með 51 stig gegn Jazz Allen Iverson var fyrsti leikmaðurinn í fjögur ár til að ná því afreki að skora 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð í fyrrakvöld þegar lið hans, Philadelphia 76ers, mætti Utah Jazz í NBA-körfuboltanum. 21.12.2004 00:01
Liverpool lætur ekki Gerrard Forráðamenn Liverpool hafa tjáð stjórn Real Madrid að ekki sé inni í myndinni að skipta á Steven Gerrard og Fernando Morientes. 21.12.2004 00:01
Wilhelmsson vill fara til Spurs Sænski knattspyrnumaðurinn Christian Wilhelmsson segist glaður vilja ganga til liðs við Tottenham. 21.12.2004 00:01
Ronaldhino fer ekki til Chelsea Ronaldhino, nýkrýndur knattspyrnumaður árins 2004, segist hafa engin áform um að segja skilið við Barcelona til að ganga til liðs við Chelsea. 21.12.2004 00:01
Ferguson varar Chelsea við Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað Chelsea við að liðinu fatist flugið á nýju ári. 21.12.2004 00:01
Björgvin í 25. sæti Björgvin Björgvinsson skíðakappi kláraði fyrri ferð sína á svigmóti í Tékklandi. 21.12.2004 00:01
Hann er Corvette, ég er múrveggur Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag en þá munu Shaquille O´Neal og Kobe Bryant mætast í fyrsta sinn síðan O´Neal var skipt til Miami í sumar. 21.12.2004 00:01
Arnór í stað Snorra Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. 21.12.2004 00:01
Charlton vann Fulham Charlton bar sigurorð af Fulham, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á mánudagskvöldið. Jerome Thomas kom Charlton yfir á 27. mínútu og varnarmaðurinn Talal El Karkouri bætti öðru marki við á 66. mínútu. 21.12.2004 00:01
Yao Ming með 40 stig Yao Ming og Tracy McGrady voru í miklu stuði aðfaranótt þriðjudags þegar lið þeirra, Houston Rockets, bar sigurorð af Toronto Raptors, 114-102, í NBA-deildinni í körfubolta. 21.12.2004 00:01
Tennismaður ársins kosinn Svissneski tenniskappinn Roger Federer var í gær kjörinn tennismaður ársins af Alþjóða tennissambandinu. 21.12.2004 00:01
Tenniskona ársins valin Rússneska tenniskonan Anastasia Myskina var kjörin tenniskona ársins við sama tækifæri. 21.12.2004 00:01
Zajec ráðinn til Portsmouth Króatinn Velimir Zajec var í gær ráðinn knattspyrnustjóri hjá Portsmouth en hann var upphaflega ráðinn til félagsins sem yfirmaður knattspyrnumála. 21.12.2004 00:01
Parker hjá Chelsea fótbrotinn Scott Parker, miðjumaður hjá Chelsea, verður frá næstu vikurnar eftir að hann fótbrotnaði í leik Chelsea og Norwich í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. 21.12.2004 00:01
Santos brasilískur meistari Santos tryggði sér brasilíska meistaratitilinn í fótbolta aðfaranótt þriðjudags þegar liðið bar sigurorð af Vasco, 2-1. Ricardinho og Elano skoruðu mörk Santos sem vann sinn annan meistaratitil á síðustu þremur árum. 21.12.2004 00:01
Til Celtic KR ingarnir Kjartan Henrý Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason gerðu munnlegt samkomulag við skoska úrvalsdeildarliðið Celtic í gær en gengið verður formlega frá undirskrift samningsins í dag. Samningur beggja er til 2007. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns leikmannanna, náðu KR og Celtic samkomulagi um kaupverð um helgina. 20.12.2004 00:01
Í frjálsu falli niður listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 93. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og fellur um þrjú sæti frá síðasta mánuði. Íslenska landsliðið er í frjálsu falli því það hefur dottið niður um 35 sæti á styrkleikalistanum á einu ári, sem er það mesta af þeim 205 liðum sem eru á listanum. 20.12.2004 00:01
Tilkynnt í kvöld Í kvöld verður tilkynnt hver er besti knattspyrnumaður heims árið 2004. Kjörinu verður lýst í Zürich í Sviss og verður í beinni útsendingu á Sýn kl. sjö. Landsliðsþjálfarar um allan heim sjá um valið í samvinnu við FIFA. Þegar hefur verið tilkynnt hvaða leikmenn urðu þremur í efstu sætunum, þeir Thierry Henry, Ronaldinho og Andryi Schevchenko sem á dögunum var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu. 20.12.2004 00:01
Spree meiddur Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota Timberwolves, meiddist í leik á föstudaginn var gegn Los Angeles Clippers í NBA-körfuboltanum. 20.12.2004 00:01
Heat vann áttunda sigurinn í röð Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat, unnu sinn áttunda leik í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið lagði nágranna sína í Orlando Magic, 117-107. 20.12.2004 00:01
Cantona var kjaftfor í beinni Eric Cantona olli miklum usla í viðtali á MUTV, sem er sjónvarpsstöð í eigu Manchester United, þegar hann notaði óviðeigandi orð í beinni útsendingu. 20.12.2004 00:01
Ferrari sendir F1 tóninn Luca di Montezemolo, forstöðumaður Ferrari, hefur varað forráðamenn Formúlu 1 kappastrinum við að liðin muni molna í sundur náist ekki samkomulag um hærri fjárveitingu til liðanna 20.12.2004 00:01
Woods vill fara huldu höfði Kylfingurinn Tiger Woods segir að konan sín, Elin Nordegren, skipti sig miklu máli í íþróttinni. "Við erum eins og lið," sagði Woods. 20.12.2004 00:01
Keppnisbann fyrir gróft brot Todd Bertuzzi, leikmaður Vancouver Canucks í NHL, fær ekki að leika í Evrópu vegna keppnisbanns í Bandaríkjunum. 20.12.2004 00:01
Carter kjaftaði frá kerfi Vince Carter, sem nýlega gekk til liðs við New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum, hefur verið ásakaður um tilraun til að skemma leik fyrir þáverandi liði sínu, Toronto Raptors. 20.12.2004 00:01
Landsliðið niður um 37 sæti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lækkaði sjöunda mánuðinn í röð á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í gær og er nú komið niður í 93. sæti á listanum. 20.12.2004 00:01
Barcelona á eftir Anelka Spænska stórliðið Barcelona ætlar nú að gera lokatilraun til að kaupa franska framherjann Nicolas Anelka frá Manchester City. 20.12.2004 00:01
Newcastle vill Beattie Newcastle vill fá enska framherjann James Beattie frá Southampton og hafa boðið félaginu fimm milljónir punda og Frakkann Laurent Robert fyrir kappann. 20.12.2004 00:01
Beckham á bekkinn David Beckham var settur á bekkinn hjá Real Madrid þegar liðið mætti Racing Santander á laugardaginn. 20.12.2004 00:01
Manning færist nær metinu Peyton Manning, leikstjórnandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, færðist nær metinu yfir flestar sendingar sem gefa snertimörk á einu tímabili. 20.12.2004 00:01
Strachan ekki til Portsmouth Gordon Strachan hefur ákveðið að taka ekki við knattspyrnustjórastöðunni hjá Portsmouth en hún hefur verið laus síðan Harry Redknapp hætti fyrir skömmu. 20.12.2004 00:01
Cantona ekki hrifinn af Glazer Franska goðsögnin Eric Cantona er ekki hrifinn af því að bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer sé að reyna að kaupa Manchester United. 20.12.2004 00:01