Sport

Barcelona úr leik, segir Carvalho

Ricardo Carvalho, varnarmaður Chelsea, getur ekki beðið eftir að mæta Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Carvalho, sem vann deildina með Porto í síðasta tímabili, þótti miður að annað liðið þyrfti að detta út. "Bæði liðin eiga skilið að fara áfram miðað við frammistöðuna upp á síðkastið," sagði Carvalho. "Því miður fyrir Barcelona þá munum við fara áfram. Ég er fullur sjálfstrausts." Liðin mætast í Barcelona 23. febrúar en seinni leikur liðanna fer fram á Stamford Bridge 8. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×