Sport

Beattie að fara frá Southampton

Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Southampton, hefur staðfest að sóknarmaðurinn James Beattie muni fara frá liðinu þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar. Beattie, sem er markahæsti leikmaður Dýrlinganna á þessu leiktímabili, hefur verið orðaður við nokkur lið, þar ámeðal Newcastle, Everton og Aston Villa, en hann hefur verið ósáttur í þó nokkurn tíma og nú virðist sem hann sé loksins að fara. Redknapp viðurkenndi í dag að liðið yrði líklega að selja Beattie til að fjármagna önnur kaup og sagði um leið að tvö lið hefðu þegar sett sig í samband við sig um hugsanleg kaup.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×