Sport

Riise vill framlengja

John Arne Riise, leikmaður Liverpool, sagði í dag að hann vildi skrifa undir nýjan samning félagið. Landsliðsmaðurinn norski, sem skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Liverpool á WBA í gær, er mjög ánægður undir stjórn nýja stjórans, Rafael Benitez, en Riise kom til Liverpool frá Monaco árið 2001. "Frá mínum bæjardyrum séð er allt í fína lagi hjá félaginu" sagði Riise í dag. "Ég er mjög ánægður á Anfield undir stjórn Benitez. Samningur minn er til 2007 en ég er meira en tilbúinn til að framlengja hann ef þess yrði óskað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×