Sport

Níu leikir í ensku deildinni í dag

Níu leikir eru á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í dag en yfirstandandi vika er sú erfiðasta á leiktíðinni þar sem öll liðin leika fjóra leiki á níu dögum. Stærsti leikurinn í þessari umferð fer þó ekki fram fyrr en á morgun þegar Newcastle tekur á móti Arsenal. Hin toppliðin, að Middlesbrough undanskildu, eiga öll útileiki. United sækir heim Aston Villa en þar er aldrei sopið kálið svo auðveldlega. Stórskotalið Chelsea mætir Portsmouth sem hefur staðið sig með ágætum undanfarið en það er einfaldlega ekki nóg á móti liði með næga breidd til að setja upp tvö heimsklassa landslið. Hið bláklædda spútniklið Everton sækir heim Herminator og félaga hjá Charlton meðan Liverpool fær til sín heillum horfið lið Southampton Leikir dagsins: Bolton – Blackburn Charlton – Everton Fulham – Birmingham Man.City – West Brom Middlesbrough – Norwich Portsmouth – Chelsea Tottenham – Crystal Palace Liverpool – Southampton Aston Villa – Man. Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×