Sport

Morientes til Newcastle

Dagar Fernando Morientes hjá Real Madrid gætu senn verið á enda ef marka má síðustu fregnir. Hefur verið greint frá að Newcastle hafi gert Real tilboð upp á tæpar 850 milljónir króna en það er sú upphæð sem upp var sett fyrir piltinn. Má gera því skóna að tilboðinu verði tekið enda samningur liðsins við Morientes að renna út og stjórnarmenn Real væntanlega ekki reiðubúnir að missa kappann fyrir ekkert í vor. Liverpool gerði þeim tilboð fyrir jólin sem var talsvert lægra en það sem Newcastle býður nú og ólíklegt að hann endi á Anfield.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×