Sport

Bið hjá Chelsea eftir Joaquin

Svo gæti farið að Chelsea þurfi að bíða fram á sumar eftir spænska kantmanninum Joaquin sem leikur með Real Betis en Chelsea hefur gert fimm árangurslausar tilraunir til að kaupa kappann. Manuel Ruiz de Lopera, forseti Betis, veit að stuðningsmenn liðsins vilja ekki missa helstu stjörnu liðsins og hann hefur tilkynnt forráðamönnum enska toppliðsins að þeir verði að bíða í það minnsta fram til næsta sumars. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill ólmur fá einn kantmann til viðbótar þar sem hann er með aðeins með tvo slíka, Arjen Robben og Damien Duff, og hefur Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City verið nefndur til sögunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×