Sport

United vann Villa 1-0

Rétt í þessu var leik Aston Villa og Manchester United að ljúka og fór United mið sigur af hólmi, 1-0. Ryan Giggs skoraði eina markið á 41. mínútu með laglegu skoti frá vítateigslínu. Alan Smith átti þó tilþrif dagsins er hann skaut í slánna af um eins metra færi í uppbótartíma. Með sigrinum er Unnited komið í þriðja sætið, stigi á eftir Arsenal sem á leik gegn Newcastle á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×