Tólf stig í jóla- og áramótapotti 23. desember 2004 00:01 Ólíkt flestum öðrum knattspyrnudeildum er alltaf mest að gerast í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót og enskir knattspyrnumenn halda í hefðina þetta árið eins og öll hin fjölmörgu á undan. Á meðan Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar hafa það rólegt yfir jólamatnum og pökkunum ráðast oft örlög margra liða í Englandi í jólavertíðinni sem nú er framundan. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, fer nú í fyrsta sinn með sitt lið í gegnum hátíðarálagið og nú er að sjá hvort liðið, sem hefur fimm stiga forskot á toppnum og hefur sýnt fá veikleikamerki að undanförnu, haldi takti og geri jafnvel nánast út um mótið á þessarri rúmu viku. Chelsea mætir Aston Villa (9. sæti), Portsmouth (12.), Liverpool (6.) og Middlesbrough (5.) og því gæti dagskráin vissulega verið léttari fyrir Eið Smára og félaga hans á Stamford Bridge. Thierry Henry rétt missti af því annað árið í röð að vera valinn bestu knattspyrnumaður heims en hann getur orðið markahæsti maður Arsenal um hátíðarnar enda vantar hann aðeins eitt mark í að jafna afrek Ian Wright. Henry hefur þegar skorað 15 mörk í deildinni til þessa, sex fleiri en næsti maður og því ólíklegt að varnir Fulham (15. sæti), Newcastle (13.) Charlton (7.) og Man. City (10.) haldi hreinu gegn honum á næstu níu dögum. Arsenal hefur verið að vakna úr rotinu en er enn langt frá því að sýna þann gæðabolta sem einkenndi liðið í byrjun móts.Það mun einnig mikið reyna á Everton-menn sem hafa kannski ekki sömu breidd og hin toppliðin enda á óvæntum stað í stigatöflunni, stigi á eftir Arsenal í þriðja sætinu. Sir Alex Ferguson veit manna best að lærisveinar hans í Manchester United þurfa að nýta næstu umferðir afar vel ef þeir ætla að gera sér vonir um að blanda sér í baráttuna um titilinn. Liðið er níu stigum á eftir Chelsea en áramótavertíðin er erfið enda allir fjórir leikirnir gegn liðum í ellefu efstu sætunum. United mætir Bolton (11. sæti), Aston Villa (9. ), Middlesbrough (5.) og Tottenham (8.) á næstu níu dögum og tólf stig er takmarkið ætli liðið sér í alvöru toppbaráttu á nýju ári. Sir Alex veit líka að góð úrslit í þessum leikjum geta fært liðinu nauðsynlegt sjálfstraust í framhaldið auk þess að minnka bilið í Chelsea. Middlesbrough hefur leikið vel að undanförnu bæði heima í deildinni sem og í Evrópukeppninni og þeir fá góð tækifæri til að hafa áhrif á toppbaráttuna því því tveir fyrstu leikir nýja ársins eru gegn Chelsea og Man. Utd. Fram af því spilar liðið tvo leiki gegn liðum í fallbaráttu og eiga því möguleika á að nálgast toppliðin ennfrekar fyrir leikina stóru í upphafi nýs árs. Liverpool er annað lið sem þarf að vinna marga leiki á næstu dögum til að komast af alvöru í baráttuna um meistaradeildarsætin. Liðið er fjórum stigum á eftir Middlesbrough en þrír af leikjum liðsins um hátíðarnar eru gegn liðum í fjórum neðstu sætunum og því níu skyldustig í pottinum fyrir Rafael Benitez og lærisveina hans. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Ólíkt flestum öðrum knattspyrnudeildum er alltaf mest að gerast í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót og enskir knattspyrnumenn halda í hefðina þetta árið eins og öll hin fjölmörgu á undan. Á meðan Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar hafa það rólegt yfir jólamatnum og pökkunum ráðast oft örlög margra liða í Englandi í jólavertíðinni sem nú er framundan. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, fer nú í fyrsta sinn með sitt lið í gegnum hátíðarálagið og nú er að sjá hvort liðið, sem hefur fimm stiga forskot á toppnum og hefur sýnt fá veikleikamerki að undanförnu, haldi takti og geri jafnvel nánast út um mótið á þessarri rúmu viku. Chelsea mætir Aston Villa (9. sæti), Portsmouth (12.), Liverpool (6.) og Middlesbrough (5.) og því gæti dagskráin vissulega verið léttari fyrir Eið Smára og félaga hans á Stamford Bridge. Thierry Henry rétt missti af því annað árið í röð að vera valinn bestu knattspyrnumaður heims en hann getur orðið markahæsti maður Arsenal um hátíðarnar enda vantar hann aðeins eitt mark í að jafna afrek Ian Wright. Henry hefur þegar skorað 15 mörk í deildinni til þessa, sex fleiri en næsti maður og því ólíklegt að varnir Fulham (15. sæti), Newcastle (13.) Charlton (7.) og Man. City (10.) haldi hreinu gegn honum á næstu níu dögum. Arsenal hefur verið að vakna úr rotinu en er enn langt frá því að sýna þann gæðabolta sem einkenndi liðið í byrjun móts.Það mun einnig mikið reyna á Everton-menn sem hafa kannski ekki sömu breidd og hin toppliðin enda á óvæntum stað í stigatöflunni, stigi á eftir Arsenal í þriðja sætinu. Sir Alex Ferguson veit manna best að lærisveinar hans í Manchester United þurfa að nýta næstu umferðir afar vel ef þeir ætla að gera sér vonir um að blanda sér í baráttuna um titilinn. Liðið er níu stigum á eftir Chelsea en áramótavertíðin er erfið enda allir fjórir leikirnir gegn liðum í ellefu efstu sætunum. United mætir Bolton (11. sæti), Aston Villa (9. ), Middlesbrough (5.) og Tottenham (8.) á næstu níu dögum og tólf stig er takmarkið ætli liðið sér í alvöru toppbaráttu á nýju ári. Sir Alex veit líka að góð úrslit í þessum leikjum geta fært liðinu nauðsynlegt sjálfstraust í framhaldið auk þess að minnka bilið í Chelsea. Middlesbrough hefur leikið vel að undanförnu bæði heima í deildinni sem og í Evrópukeppninni og þeir fá góð tækifæri til að hafa áhrif á toppbaráttuna því því tveir fyrstu leikir nýja ársins eru gegn Chelsea og Man. Utd. Fram af því spilar liðið tvo leiki gegn liðum í fallbaráttu og eiga því möguleika á að nálgast toppliðin ennfrekar fyrir leikina stóru í upphafi nýs árs. Liverpool er annað lið sem þarf að vinna marga leiki á næstu dögum til að komast af alvöru í baráttuna um meistaradeildarsætin. Liðið er fjórum stigum á eftir Middlesbrough en þrír af leikjum liðsins um hátíðarnar eru gegn liðum í fjórum neðstu sætunum og því níu skyldustig í pottinum fyrir Rafael Benitez og lærisveina hans.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira