Sport

Karlarnir mættu læra af konunum

Gunnar Pettersen, þjálfari norska karlalandsliðsins í handbolta, hefur látið hafa eftir sér að karlaliðið geti lært mikið af norska kvennaliðinu sem vann Evrópumeistaratitil um síðustu helgi. Pettersen sagði að útfærsla kvennaliðsins á hraðaupphlaupum hefði verið fullkomin á EM og hann hefði þegar sagt sínum mönnum að læra af þeim. Norska liðið tekur, líkt og það íslenska, þátt í heimsmeistaramótinu í Túnis og binda Norðmenn miklar vonir við liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×