Sport

Samningur Larssons framlengdur

Barcelona hyggst framlengja samning sinn við Henrik Larsson um eitt ár þrátt fyrir að hinn sænski Larsson muni missa af því sem eftir er af tímabilinu vegna alvarlegra hnémeiðsla. "Barcelona vill að leikmaðurinn geti einbeitt sér að batanum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stöðu samnings síns," segir á heimasíðu félagsins. Larsson er því samningsbundinn félaginu þangað til í júní 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×