Sport

El Loco uppvís að kókaínneyslu

Fyrrum landsliðsmarkvörður Kólumbíu, Rene Higuita, varð í tvígang uppvís að kókaínneyslu og í kjölfarið rekinn frá félagi sínu, Aucus í Ekvador. Higuita, eða El Loco eins og hann var jafnan kallaður, þótti oft á tíðum tilþrifamikill á vellinum og fræg er orðin markvarsla hans með hælunum í leik gegn Englandi 1995. Higuita átti einnig til að vaða upp völlinn og leika á mann og annan með mjög vafasömum árangri. Hann hefur verið umvafinn ógæfu síðastliðin ár og sat meðal annars í fangelsi fyrir gíslatöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×