Bestir þegar mest á reynir 24. nóvember 2004 00:01 Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, hefur átt mjög gott tímabil með Keflvíkingum og hefur reynst liði sínu drjúgur í Bikarkeppni Evrópu. Í Evrópuleikjunum fjórum hefur Magnús skorað 18 stig, tekið 4,25 stig og gefið 4,25 stoðsendingar að meðaltali í leik. Blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til Magnúsar þar sem hann var staddur í London á heimleið eftir fyrsta útisigur Keflavíkurliðsins í Evrópukeppni. Hver er lykillinn að velgengni Keflavíkur gegn þessum stóru liðum í Evrópu? "Við erum bara bestir þegar mest á reynir. Stöndum vel saman og náum að peppa okkur vel upp fyrir leikinn." Nú hefur Keflavík góða stöðu í riðlinum og gæti komist í 16 liða úrslit Bikarkeppni Evrópu. Álag keppninnar hefur greinilega haft áhrif á leik liðsins í deildinni hérna heima. Munuð þið halda út í deildinni hér heima ef þið komist áfram í Evrópukeppninni? "Við förum létt með það enda vissum við alltaf að við færum ekki í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, tala nú ekki um með þessu aukna álagi sem fylgir því að vera í Evrópukeppninni. Það er allt í lagi að tapa þremur til fjórum leikjum yfir tímabilið svo lengi sem við náum að vera í efstu fjórum sætunum. Þá vinnum við úrslitakeppnina hvort sem er." Nú fullyrtir þú eftir leikinn gegn Madeira að þetta væri bara byrjunin og að þið ætluðuð að vinna þennan titil. Geturðu staðið við það? "Já, ég stend við það. Kannski ekki núna í ár en við munum vinna þennan titil, líklega í næstu keppni." Ef við tölum aðeins um þinn árangur. Þér hefur gengið mun betur í ár en í fyrra. Af hverju? "Ég hætti náttúrlega aldrei að æfa í sumar. Ég var á fullu með landsliðinu í sumar og komst þess vegna í miklu betra form. Það hefur skilað sér með betri árangri í vetur." Hvað erum við að tala um? Æfðirðu þig bara grimmur og byrjaðir að borða grænmeti? "Nei, nei. Þetta kom bara ósjálfrátt með þessum stöðugu æfingum. En maður þarf náttúrlega að hafa hugfast að mataræðið sé í lagi." Margir reka upp stór augu þegar þeir sjá þig. Þú lítur ekki beint út fyrir að vera körfuboltamaður. "Enda nýti ég mér það líka. Andstæðingarnir búast ekki við þessu, gefa færi á sér og þá geng ég á lagið. Set 25 stig á þessa kalla eins og í leiknum gegn Reims." Nú spilið þið gegn nýkrýndum Hópbílabikarmeisturum Snæfells í bikarkeppni KKÍ á sunnudaginn kemur. Álagið á ykkur hefur verið töluvert og þið náðuð til dæmis ekki að leika nægilega vel gegn Njarðvík í hópbílabikarnum. Hvað munuð þið gera gegn Snæfelli? "Við erum búnir að tapa einu sinni á heimavelli í vetur, þegar við töpuðum gegn Njarðvík í Meisturum meistaranna. Við ætlum ekkert að tapa á heimavelli aftur og við ætlum að spila þennan bolta sem við erum að sýna í Evrópukeppninni. Færa hann inn í deildina. Við vinnum leikinn gegn Snæfelli." Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, hefur átt mjög gott tímabil með Keflvíkingum og hefur reynst liði sínu drjúgur í Bikarkeppni Evrópu. Í Evrópuleikjunum fjórum hefur Magnús skorað 18 stig, tekið 4,25 stig og gefið 4,25 stoðsendingar að meðaltali í leik. Blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til Magnúsar þar sem hann var staddur í London á heimleið eftir fyrsta útisigur Keflavíkurliðsins í Evrópukeppni. Hver er lykillinn að velgengni Keflavíkur gegn þessum stóru liðum í Evrópu? "Við erum bara bestir þegar mest á reynir. Stöndum vel saman og náum að peppa okkur vel upp fyrir leikinn." Nú hefur Keflavík góða stöðu í riðlinum og gæti komist í 16 liða úrslit Bikarkeppni Evrópu. Álag keppninnar hefur greinilega haft áhrif á leik liðsins í deildinni hérna heima. Munuð þið halda út í deildinni hér heima ef þið komist áfram í Evrópukeppninni? "Við förum létt með það enda vissum við alltaf að við færum ekki í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, tala nú ekki um með þessu aukna álagi sem fylgir því að vera í Evrópukeppninni. Það er allt í lagi að tapa þremur til fjórum leikjum yfir tímabilið svo lengi sem við náum að vera í efstu fjórum sætunum. Þá vinnum við úrslitakeppnina hvort sem er." Nú fullyrtir þú eftir leikinn gegn Madeira að þetta væri bara byrjunin og að þið ætluðuð að vinna þennan titil. Geturðu staðið við það? "Já, ég stend við það. Kannski ekki núna í ár en við munum vinna þennan titil, líklega í næstu keppni." Ef við tölum aðeins um þinn árangur. Þér hefur gengið mun betur í ár en í fyrra. Af hverju? "Ég hætti náttúrlega aldrei að æfa í sumar. Ég var á fullu með landsliðinu í sumar og komst þess vegna í miklu betra form. Það hefur skilað sér með betri árangri í vetur." Hvað erum við að tala um? Æfðirðu þig bara grimmur og byrjaðir að borða grænmeti? "Nei, nei. Þetta kom bara ósjálfrátt með þessum stöðugu æfingum. En maður þarf náttúrlega að hafa hugfast að mataræðið sé í lagi." Margir reka upp stór augu þegar þeir sjá þig. Þú lítur ekki beint út fyrir að vera körfuboltamaður. "Enda nýti ég mér það líka. Andstæðingarnir búast ekki við þessu, gefa færi á sér og þá geng ég á lagið. Set 25 stig á þessa kalla eins og í leiknum gegn Reims." Nú spilið þið gegn nýkrýndum Hópbílabikarmeisturum Snæfells í bikarkeppni KKÍ á sunnudaginn kemur. Álagið á ykkur hefur verið töluvert og þið náðuð til dæmis ekki að leika nægilega vel gegn Njarðvík í hópbílabikarnum. Hvað munuð þið gera gegn Snæfelli? "Við erum búnir að tapa einu sinni á heimavelli í vetur, þegar við töpuðum gegn Njarðvík í Meisturum meistaranna. Við ætlum ekkert að tapa á heimavelli aftur og við ætlum að spila þennan bolta sem við erum að sýna í Evrópukeppninni. Færa hann inn í deildina. Við vinnum leikinn gegn Snæfelli."
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira