Fleiri fréttir Úrslit í Meistaradeildinni í kvöld Í A-riðli sigraði Monaco Liverpool 1-0 með marki frá Javier Saviola á 54. mínútu. Í hinum leiknum í riðlinum sigraði Olympiakos Deportivo 1-0 með marki frá Predrag Djordjevic á 68. mínútu. Eftir leiki kvöldsins eru Deportivo úr leik, en hin þrjú liðin eiga öll möguleika á að komast í 16-liða úrslit 23.11.2004 00:01 Ætla ekki að fjölga liðum Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ætlar ekki að leggja til á næsta ársþingi fjölgun liða í Landbankadeild karla árið 2006 úr 10 í 12. Þetta var tilkynnt á fundi formanna aðildarfélaga KSÍ. Forsenda fjölgunar í 12 lið er lenging keppnistímabilsins um a.m.k. tvær vikur og þá að vori, að mati KSÍ. 22.11.2004 00:01 16 ára áhorfandi lést 16 ára drengur lést þegar þegar tveimur stuðningshópum tyrkneska liðsins Besiktas lenti saman í hálfleik á áhorfendapöllum þegar Besiktas mætti Rizesport í gækvöld. Hinn 16 ára gamli Cihat Aktast var stunginn með hnífi í brjóstið, hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Lögreglan handtók mann sem grunaður er um verknaðinn. 22.11.2004 00:01 Sérsambönd fái rekstrarstyrki Forystumenn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ítrekuðu á samráðsfundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sl. föstudag að sérsambönd fái sérstaka rekstrarstyrki til að halda úti starfsemi sinni en ÍSÍ hefur árlega sótt um slíka styrki til fjárlaganefndar Alþingis, án þess að við því hafi orðið. 22.11.2004 00:01 Keflavík mætir Reims í kvöld Keflvíkingar leika gegn franska liðinu Reims í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Frakklandi í kvöld. Fyrri leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga 3. nóvember sl. og unnu heimamenn öruggan sigur, 93-74. Reimsliðið átti aldrei möguleika í þeim leik gegn frísku liði Keflvíkinga. 22.11.2004 00:01 Jón Arnór og félagar unnu naumlega Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg, unnu Ural Great, 93-91, í rússnesku deildinni í körfuknattleik á laugardaginn. 22.11.2004 00:01 Þyngsti dómur í sögu NBA Þyngsti dómur í sögu NBA-körfuboltans féll í fyrrakvöld þegar David Stern, framkvæmdastjóri deildarinnar, dæmdi Ron Artest hjá Indiana Pacers í bann út tímabilið fyrir slagsmál við áhorfendur í leik Pacers gegn Detroit Pistons. 22.11.2004 00:01 Larsson frá í 6 mánuði Barcelona varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að Henrik Larsson verður frá í allt að sex mánuði eftir að hafa rifið liðbönd í hné í leik gegn Real Madrid á laugardaginn. Larsson fór í aðgerð í morgun en mun þurfa fara aftur í aðgerð síðar til að vinna fullkomlega bug á meiðslum sínum 22.11.2004 00:01 Hvíld fram að Ólympíuleikum Ekki er loku fyrir það skotið að sundkappinn ástralski, Ian Thorpe, taki ekki þátt í heimsmeistarakeppninni í sundi sem fram fer í Kanada á næsta ári. 22.11.2004 00:01 Línur skýrast í Meistaradeildinni Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en línur munu skýrast til muna eftir leiki vikunnar þar sem aðeins er þá ein umferð eftir í riðlakeppninni. Aðeins tvö lið eru þegar gulltryggð áfram upp úr sínum riðlum af þeim félögum sem mætast í kvöld, Juventus í C riðli og Lyon í D riðli. 22.11.2004 00:01 Schumacher íþróttamaður aldarinnar Áhorfendur þýskrar sjónvarpsstöðvar völdu sjöfaldann formúla 1 ökumanninn Michael Schumacher íþróttamann þýskalands fyrir tuttugustu öldina. Áttfaldur ólympíumeistari á kanó, Birgit Fischer, varð önnur í valinu og tennis drottningin Steffi Graf þriðja. 22.11.2004 00:01 Keppt á San Marino til 2009 Massimo Marcignoli, borgarstjóri Imola á ítalíu, tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við Bernie Ecclestone, stjóra formúla 1, um nýjan fimm ára samning. Imola hefur haldið ítalska kappaksturinn á Autodromo Enzo e Dino Ferrari brautinni síðan 1980, og hefur verið haldið sem San Marino kappaksturinn árlega frá því 1981. 22.11.2004 00:01 Deschamps: Gerrard í heimsklassa Didier Deschamps, knattspyrnustjóri Monaco, hefur hrósað Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í annað kvöld, en Deschamps segir Gerrard vera einn af bestu leikmönnum í heiminum í dag. Deschamps segir að það séu ekki góðar fréttir fyrir Monaco að Gerrard skuli vera kominn í leikform og muni líklega byrja leikinn í annað kvöld. 22.11.2004 00:01 1000. leikur Ferguson á morgun Sir Alex Ferguson mun stýra Manchester United í þúsundasta skipti er lið hans mætir franska liðinu Lyon í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Sir Alex segir leikinn á morgun vera kjörin við þetta tilefni þar sem um Evrópuleik er að ræða. 22.11.2004 00:01 Karfan: KR-stúlkur enn á sigurs Stúdínur sigruðu KR 70-58 í 1.deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Með sigrinum komust Stúdínur í annað sætið, tveim stigum á eftir keflavík sem á leik til góða gegn Haukum á fimmtudag. KR-stúlkur sitja hinsvegar enn í neðsta sæti deildarinnar, hafa tapað öllum sjö leikjunum sínum í vetur. 22.11.2004 00:01 Villa sigraði Tottenham Aston Villa sigraði Tottenham á Villa Park í kvöld með einu marki gegn engu. Það var Perúmaðurinn Nolberto Solano sem gerði eina mark leiksins á 57. mínútu. Með sigrinum kom Villa sér upp í 5. sæti deildarinnar og eru nú með 24 stig, jafn mörg og Manchester United. Tottenham eru í 15. sæti með 13 stig. 22.11.2004 00:01 Fimm marka sigur á Slóvenum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagði Slóvena að velli með fimm marka mun 39-34 í leik um fimmta sætið á heimsbikarmótinu í handknattleik en leiknum var að ljúka í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Staðan var jöfn í hálfleik 18-18. Róbert Gunnarsson línumaður og Roland Eradze markvörður voru bestu menn liðsins. 21.11.2004 00:01 Leiðréttur tími úrslitaleiksins Svíar og Danir leika til úrslita á heimsbikarmótinu í dag klukkan 16 en ekki klukkan 18 eins áður var auglýst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.</font /> 21.11.2004 00:01 Yfirburðir Barcelona algerir Barcelona skellti erkifjendum sínum Real Madrid með þremur mörkum gegn engu í risaslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. 98 þúsund áhorfendur sáu leikinn á Camp Nou sem var í beinni útsendingu á Sýn. Yfirburðir Barcelona voru algerir í leiknum. 21.11.2004 00:01 Liðum ekki fjölgað 2006 Stjórn KSÍ mun ekki leggja fram tillögu á næsta ársþingi sambandins í febrúar á næsta ári um fjölgun liða í efstu deild árið 2006. Forsenda fjölgunar í tólf lið er lenging tímabilsins um a.m.k. tvær vikur að vori. 21.11.2004 00:01 Tvö Íslandsmet í sundinu Tvö Íslandsmet í sundi litu dagsins ljós í gær á bikarmóti Sundsambandsins. Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 metra baksundi og synti á 1:02:94. Þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi og synti á 4:23:86 en gamla metið átti sveit SH. 21.11.2004 00:01 Tiger tryggði sér sigur Tiger Woods tryggði sér öruggan sigur á Dunlop Phoenix golfmótinu í Miyazaki í Japan. Þetta var fyrsti sigur Tigers á árinu og jafnframt sá fyrsti í tuttugu mótum. Hann lék lokahringinn í morgun á 67 höggum og var samtals á 16 höggum undir pari, átta höggum á undan næsta manni, Japananum Ryoken Kawagishi. 21.11.2004 00:01 Spánverjar leiða heimsbikarmótið Miguel Angel Jomenez og Sergio Garcia náðu forystunni fyrir Spán á heimsbikarmótinu í Sevilla á Spáni í gær. Þeir léku á 61 höggi eða á ellefu höggum undir pari. England, með þá Paul Casey og Luke Donald, eru í öðru sæti, höggi á eftir, en þeir voru með fimm högga forystu fyrir þriðja hringinn í gær. 21.11.2004 00:01 Gætu fengið ævilangt keppnisbann David Stern, forseti NBA-deildarinnar í körfuknattleik, setti Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, leikmenn Indiana Pacers, og Ben Wallace hjá Detroit Pistons í keppnisbann í gær í ótilgreindan tíma. Þremenningarnir frá Indiana gætu átt yfir höfði sér ævilangt keppnisbann. 21.11.2004 00:01 Bayern Munchen komst á toppinn Bayern Munchen komst á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í gær eftir 3-1 sigur á Kaiserslautern. Wolfsburg sem var í efsta sætinu getur náð því aftur í dag. 21.11.2004 00:01 NBA: Fjórmenningarnir bannaðir Stjórn NBA hefur sett fjórmenningana Jermaine O'Neal, Stephen Jackson og Ron Artest hjá Indiana og Ben Wallace hjá Detroit í bann fyrir slagsmálin sem brutust út í leik liðanna í fyrrakvöld. David Stern, stjórnarmaður deildarinnar, fordæmdi atburðina og sagði þá vera til skammar fyrir NBA deildina. 21.11.2004 00:01 Golf: England heimsbikarmeistarar Englendingarnir Paul Casey og Luke Donald sigruðu í dag á heimsbikarmótinu í golfi sem fram fór í Seville á spáni. Félagarnir, sem fengu níu fugla í dag, spiluðu í dag á átta undir pari, eða á 64 höggum og samtals á 31 höggi undir pari. Casey, sem er 27 ára, spilaði sérstaklega vel og setti niður nokkur löng pútt. 21.11.2004 00:01 Svíar yfir í hálfleik Svíar eru yfir gegn Dönum í úrslitaleik heimsbikarmótsins í handknattleik, en staðan er 14-11. Fyrr í dag sigruðu Frakkar Þjóðverja 34-27 í leik um þriðja sætið. 21.11.2004 00:01 Svíar heimsbikarmeistarar Svíar sigruðu Dani 27-22 í úrslitaleik heimsbikarmótsins í handknattleik nú rétt í þessu. Það eru því Svíar sem eru heimsbikarmeistarar en Íslendingar enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Slóvenum fyrr í dag 39-34. 21.11.2004 00:01 Í hóp þeirra bestu á ný "Ég er mjög stoltur af strákunum eftir þetta mót enda hafa þeir allir sem einn lagt sig virkilega fram og uppskera eftir því," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, eftir sigur liðsins á Slóveníu á Heimsbikarmótinu sem lauk í gær. Ísland lenti þar í fimmta sæti en átta bestu handboltalið heims tóku þátt. 21.11.2004 00:01 Ætla sér öll miklu lengra Eyleifur Jóhannesson gerði Ægi að bikarmeisturum á fyrsta ári en hann komi til liðsins frá Akranesi í haust. "Þetta var sigur liðsheildarinnar, þetta var jafn sterkt hjá strákunum og stelpunum og þetta sýnir að það er stór hópur hjá Ægi að æfa á fullu. 21.11.2004 00:01 Ægir bikarmeistari í sundi Ægir vann glæsilegan sigur í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem fram fór í síðasta sinn í Sundhöllinni í Reykjavík. Ægismenn kvöddu Sundhöllina með því að setja félagsmet, náðu í 29.314 stig og unnu í kjölfarið yfirburðasigur í bæði karla- og kvennaflokki. 21.11.2004 00:01 Fimleikafólkið með silfur heim Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum náði mjög góðum árangri á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem fram fór í Nakskov í Danmörku um helgina. 21.11.2004 00:01 Slógust við áhorfendur Ron Artest, Stephen Jackson og Jermaine O´Neal, leikmenn Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfuknattleik, slógust við stuðningsmenn Detroit Pistons á lokamínútu leiks Indiana og Detroit í gærkvöld en leikurinn fór fram í Auburn Hills, heimavelli meistara Detroit Pistons. 20.11.2004 00:01 Hemmi Hreiðars með gegn Man Utd Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton að vanda sem eru í heimsókn á Old Trafford hjá Manchester United í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem hófst í hádeginu. Staðan er 0-0 eftir 16 mínútna leik. 8 leikir fara fram í dag og hefjast 6 þeirra klukkan 15 en viðureign Portsmouth og Man City hefst kl. 17.15. 20.11.2004 00:01 Woods eykur forystuna Kylfingurinn Tiger Woods, sem er í 2. sæti heimslistans, er að rúlla upp andstæðingum sínum á Dunlop Phoenix-mótinu sem fer fram í Miyazaki, Japan. Woods lék frábærlega í gær og hefur 10 högga forystu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Woods lék 65 höggum í gær, 5 höggum undir pari, og er á 13 höggum undir í heildina. 20.11.2004 00:01 Þór gerði góða ferð í Fjörðinn FH tapaði á heimavelli fyrir Þór 29-26 í Norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöldi. Vonir FH-inga um að komast í úrvalsdeildina eru nánast úr sögunni eftir tapið. Fram burstaði Aftureldingu 40-28 í sama riðli. Fram og Þór eru með níu stig í 4. og 5. sæti, FH er með fimm stig og Afturelding tvö. 20.11.2004 00:01 Ægir með forystu Sundfélagið Ægir er með forystu eftir tvær langsundsgreinar á bikarmóti Sundsambands Íslands sem hófst í gærkvöldi í Sundhöll Reykjavíkur. Ægir er með 2530 stig, Sundfélag Akraness er með 2268 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar er í þriðja sæti með 2236 en Örn Arnarson syndir á nýjan leik fyrir SH. 20.11.2004 00:01 Rangers leiðir í hálfleik Rangers hefur örugga 2-0 forystu gegn Celtic í grannaslag Glasgow-borgar. Nacho Novo kom Rangers yfir á 15. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Króatinn Dado Prso bætti öðru marki við á 36. mínútu. 20.11.2004 00:01 Keppa við Króata Íslendingar mæta Heims- og Ólympíumeisturum Króata í keppninni um 5.-8. sætið á heimsbikarmótinu í handknattleik í Scandinavium-höllinni klukkan tvö í dag. Svíar mæta Þjóðverjum í undanúrslitum klukkan fjögur og Danir og Frakkar eigast við klukkan 18. Undanúrslitaleikirnir verða í beinni útsendingu á Sýn. 20.11.2004 00:01 Fjórir efstu í undanúrslit Í fyrsta skipti síðan 1990 komust 4 efstu menn heimslistans í tennis í undanúrslit á stórmóti. Þetta gerðist í nótt þegar þeir Andy Roddick (2), Marat Safin (4), Lleyton Hewitt (3) og Roger Federer (1) komust allir í undaúrslit á ATP Masters-mótinu í Houston, Bandaríkjunum. 20.11.2004 00:01 United með eins marks forystu Manchester United hefur eins marks forystu gegn Charlton í hádegisleik enska boltans. Ryan Giggs skorað eina mark leiksins hingað til á 41. mínútu eftir skemmtilegan einleik og var þetta fyrsta mark Giggs á tímabilinu. Hermann Hreiðarsson stendur vaktina í vörn Charlton og hefur haft nóg að gera, enda United átt heil 13 markskot í fyrri hálfleik. 20.11.2004 00:01 Sörenstram leiðir í Flórída Hins sænska Annika Sörenstram lék illa á öðrum hring ATD meistaramótsins í Palm Beach, Flórída, í gær en hefur engu að síður 3 högga forystu á þær Karrie Webb, Cristie Kerr og Laura Diaz. 20.11.2004 00:01 Risaleikur í spænska boltanum Mestu erkifjendur knattspyrnusögunnar, Barcelona og Real Madrid, eigast við á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í kvöld. Barcelona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og Madrídingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 20.20 og leikurinn fjörutíu mínútum síðar. 20.11.2004 00:01 England með 4 högga forskot Paul Casey og Luke Donald eru með fjöggurra högga forskot fyrir England á heimsbikarmótinu í liðakeppni í golfi en leikið er í Sevilla á Spáni. Þeir eru á 20 höggum undir pari eftir þrjár holur á þriðja deginum. Bandaríkin eru í öðru sæti á 16 höggum undir pari eftir sex holur í dag. Scott Verplank og Bob Tway leika fyrir Bandaríkjamenn. 20.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Úrslit í Meistaradeildinni í kvöld Í A-riðli sigraði Monaco Liverpool 1-0 með marki frá Javier Saviola á 54. mínútu. Í hinum leiknum í riðlinum sigraði Olympiakos Deportivo 1-0 með marki frá Predrag Djordjevic á 68. mínútu. Eftir leiki kvöldsins eru Deportivo úr leik, en hin þrjú liðin eiga öll möguleika á að komast í 16-liða úrslit 23.11.2004 00:01
Ætla ekki að fjölga liðum Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ætlar ekki að leggja til á næsta ársþingi fjölgun liða í Landbankadeild karla árið 2006 úr 10 í 12. Þetta var tilkynnt á fundi formanna aðildarfélaga KSÍ. Forsenda fjölgunar í 12 lið er lenging keppnistímabilsins um a.m.k. tvær vikur og þá að vori, að mati KSÍ. 22.11.2004 00:01
16 ára áhorfandi lést 16 ára drengur lést þegar þegar tveimur stuðningshópum tyrkneska liðsins Besiktas lenti saman í hálfleik á áhorfendapöllum þegar Besiktas mætti Rizesport í gækvöld. Hinn 16 ára gamli Cihat Aktast var stunginn með hnífi í brjóstið, hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Lögreglan handtók mann sem grunaður er um verknaðinn. 22.11.2004 00:01
Sérsambönd fái rekstrarstyrki Forystumenn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ítrekuðu á samráðsfundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sl. föstudag að sérsambönd fái sérstaka rekstrarstyrki til að halda úti starfsemi sinni en ÍSÍ hefur árlega sótt um slíka styrki til fjárlaganefndar Alþingis, án þess að við því hafi orðið. 22.11.2004 00:01
Keflavík mætir Reims í kvöld Keflvíkingar leika gegn franska liðinu Reims í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Frakklandi í kvöld. Fyrri leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga 3. nóvember sl. og unnu heimamenn öruggan sigur, 93-74. Reimsliðið átti aldrei möguleika í þeim leik gegn frísku liði Keflvíkinga. 22.11.2004 00:01
Jón Arnór og félagar unnu naumlega Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg, unnu Ural Great, 93-91, í rússnesku deildinni í körfuknattleik á laugardaginn. 22.11.2004 00:01
Þyngsti dómur í sögu NBA Þyngsti dómur í sögu NBA-körfuboltans féll í fyrrakvöld þegar David Stern, framkvæmdastjóri deildarinnar, dæmdi Ron Artest hjá Indiana Pacers í bann út tímabilið fyrir slagsmál við áhorfendur í leik Pacers gegn Detroit Pistons. 22.11.2004 00:01
Larsson frá í 6 mánuði Barcelona varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að Henrik Larsson verður frá í allt að sex mánuði eftir að hafa rifið liðbönd í hné í leik gegn Real Madrid á laugardaginn. Larsson fór í aðgerð í morgun en mun þurfa fara aftur í aðgerð síðar til að vinna fullkomlega bug á meiðslum sínum 22.11.2004 00:01
Hvíld fram að Ólympíuleikum Ekki er loku fyrir það skotið að sundkappinn ástralski, Ian Thorpe, taki ekki þátt í heimsmeistarakeppninni í sundi sem fram fer í Kanada á næsta ári. 22.11.2004 00:01
Línur skýrast í Meistaradeildinni Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en línur munu skýrast til muna eftir leiki vikunnar þar sem aðeins er þá ein umferð eftir í riðlakeppninni. Aðeins tvö lið eru þegar gulltryggð áfram upp úr sínum riðlum af þeim félögum sem mætast í kvöld, Juventus í C riðli og Lyon í D riðli. 22.11.2004 00:01
Schumacher íþróttamaður aldarinnar Áhorfendur þýskrar sjónvarpsstöðvar völdu sjöfaldann formúla 1 ökumanninn Michael Schumacher íþróttamann þýskalands fyrir tuttugustu öldina. Áttfaldur ólympíumeistari á kanó, Birgit Fischer, varð önnur í valinu og tennis drottningin Steffi Graf þriðja. 22.11.2004 00:01
Keppt á San Marino til 2009 Massimo Marcignoli, borgarstjóri Imola á ítalíu, tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við Bernie Ecclestone, stjóra formúla 1, um nýjan fimm ára samning. Imola hefur haldið ítalska kappaksturinn á Autodromo Enzo e Dino Ferrari brautinni síðan 1980, og hefur verið haldið sem San Marino kappaksturinn árlega frá því 1981. 22.11.2004 00:01
Deschamps: Gerrard í heimsklassa Didier Deschamps, knattspyrnustjóri Monaco, hefur hrósað Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í annað kvöld, en Deschamps segir Gerrard vera einn af bestu leikmönnum í heiminum í dag. Deschamps segir að það séu ekki góðar fréttir fyrir Monaco að Gerrard skuli vera kominn í leikform og muni líklega byrja leikinn í annað kvöld. 22.11.2004 00:01
1000. leikur Ferguson á morgun Sir Alex Ferguson mun stýra Manchester United í þúsundasta skipti er lið hans mætir franska liðinu Lyon í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Sir Alex segir leikinn á morgun vera kjörin við þetta tilefni þar sem um Evrópuleik er að ræða. 22.11.2004 00:01
Karfan: KR-stúlkur enn á sigurs Stúdínur sigruðu KR 70-58 í 1.deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Með sigrinum komust Stúdínur í annað sætið, tveim stigum á eftir keflavík sem á leik til góða gegn Haukum á fimmtudag. KR-stúlkur sitja hinsvegar enn í neðsta sæti deildarinnar, hafa tapað öllum sjö leikjunum sínum í vetur. 22.11.2004 00:01
Villa sigraði Tottenham Aston Villa sigraði Tottenham á Villa Park í kvöld með einu marki gegn engu. Það var Perúmaðurinn Nolberto Solano sem gerði eina mark leiksins á 57. mínútu. Með sigrinum kom Villa sér upp í 5. sæti deildarinnar og eru nú með 24 stig, jafn mörg og Manchester United. Tottenham eru í 15. sæti með 13 stig. 22.11.2004 00:01
Fimm marka sigur á Slóvenum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagði Slóvena að velli með fimm marka mun 39-34 í leik um fimmta sætið á heimsbikarmótinu í handknattleik en leiknum var að ljúka í Scandinavium-höllinni í Gautaborg. Staðan var jöfn í hálfleik 18-18. Róbert Gunnarsson línumaður og Roland Eradze markvörður voru bestu menn liðsins. 21.11.2004 00:01
Leiðréttur tími úrslitaleiksins Svíar og Danir leika til úrslita á heimsbikarmótinu í dag klukkan 16 en ekki klukkan 18 eins áður var auglýst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.</font /> 21.11.2004 00:01
Yfirburðir Barcelona algerir Barcelona skellti erkifjendum sínum Real Madrid með þremur mörkum gegn engu í risaslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. 98 þúsund áhorfendur sáu leikinn á Camp Nou sem var í beinni útsendingu á Sýn. Yfirburðir Barcelona voru algerir í leiknum. 21.11.2004 00:01
Liðum ekki fjölgað 2006 Stjórn KSÍ mun ekki leggja fram tillögu á næsta ársþingi sambandins í febrúar á næsta ári um fjölgun liða í efstu deild árið 2006. Forsenda fjölgunar í tólf lið er lenging tímabilsins um a.m.k. tvær vikur að vori. 21.11.2004 00:01
Tvö Íslandsmet í sundinu Tvö Íslandsmet í sundi litu dagsins ljós í gær á bikarmóti Sundsambandsins. Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 metra baksundi og synti á 1:02:94. Þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi og synti á 4:23:86 en gamla metið átti sveit SH. 21.11.2004 00:01
Tiger tryggði sér sigur Tiger Woods tryggði sér öruggan sigur á Dunlop Phoenix golfmótinu í Miyazaki í Japan. Þetta var fyrsti sigur Tigers á árinu og jafnframt sá fyrsti í tuttugu mótum. Hann lék lokahringinn í morgun á 67 höggum og var samtals á 16 höggum undir pari, átta höggum á undan næsta manni, Japananum Ryoken Kawagishi. 21.11.2004 00:01
Spánverjar leiða heimsbikarmótið Miguel Angel Jomenez og Sergio Garcia náðu forystunni fyrir Spán á heimsbikarmótinu í Sevilla á Spáni í gær. Þeir léku á 61 höggi eða á ellefu höggum undir pari. England, með þá Paul Casey og Luke Donald, eru í öðru sæti, höggi á eftir, en þeir voru með fimm högga forystu fyrir þriðja hringinn í gær. 21.11.2004 00:01
Gætu fengið ævilangt keppnisbann David Stern, forseti NBA-deildarinnar í körfuknattleik, setti Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson, leikmenn Indiana Pacers, og Ben Wallace hjá Detroit Pistons í keppnisbann í gær í ótilgreindan tíma. Þremenningarnir frá Indiana gætu átt yfir höfði sér ævilangt keppnisbann. 21.11.2004 00:01
Bayern Munchen komst á toppinn Bayern Munchen komst á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í gær eftir 3-1 sigur á Kaiserslautern. Wolfsburg sem var í efsta sætinu getur náð því aftur í dag. 21.11.2004 00:01
NBA: Fjórmenningarnir bannaðir Stjórn NBA hefur sett fjórmenningana Jermaine O'Neal, Stephen Jackson og Ron Artest hjá Indiana og Ben Wallace hjá Detroit í bann fyrir slagsmálin sem brutust út í leik liðanna í fyrrakvöld. David Stern, stjórnarmaður deildarinnar, fordæmdi atburðina og sagði þá vera til skammar fyrir NBA deildina. 21.11.2004 00:01
Golf: England heimsbikarmeistarar Englendingarnir Paul Casey og Luke Donald sigruðu í dag á heimsbikarmótinu í golfi sem fram fór í Seville á spáni. Félagarnir, sem fengu níu fugla í dag, spiluðu í dag á átta undir pari, eða á 64 höggum og samtals á 31 höggi undir pari. Casey, sem er 27 ára, spilaði sérstaklega vel og setti niður nokkur löng pútt. 21.11.2004 00:01
Svíar yfir í hálfleik Svíar eru yfir gegn Dönum í úrslitaleik heimsbikarmótsins í handknattleik, en staðan er 14-11. Fyrr í dag sigruðu Frakkar Þjóðverja 34-27 í leik um þriðja sætið. 21.11.2004 00:01
Svíar heimsbikarmeistarar Svíar sigruðu Dani 27-22 í úrslitaleik heimsbikarmótsins í handknattleik nú rétt í þessu. Það eru því Svíar sem eru heimsbikarmeistarar en Íslendingar enduðu í fimmta sæti eftir sigur á Slóvenum fyrr í dag 39-34. 21.11.2004 00:01
Í hóp þeirra bestu á ný "Ég er mjög stoltur af strákunum eftir þetta mót enda hafa þeir allir sem einn lagt sig virkilega fram og uppskera eftir því," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, eftir sigur liðsins á Slóveníu á Heimsbikarmótinu sem lauk í gær. Ísland lenti þar í fimmta sæti en átta bestu handboltalið heims tóku þátt. 21.11.2004 00:01
Ætla sér öll miklu lengra Eyleifur Jóhannesson gerði Ægi að bikarmeisturum á fyrsta ári en hann komi til liðsins frá Akranesi í haust. "Þetta var sigur liðsheildarinnar, þetta var jafn sterkt hjá strákunum og stelpunum og þetta sýnir að það er stór hópur hjá Ægi að æfa á fullu. 21.11.2004 00:01
Ægir bikarmeistari í sundi Ægir vann glæsilegan sigur í bikarkeppni Sundsambands Íslands sem fram fór í síðasta sinn í Sundhöllinni í Reykjavík. Ægismenn kvöddu Sundhöllina með því að setja félagsmet, náðu í 29.314 stig og unnu í kjölfarið yfirburðasigur í bæði karla- og kvennaflokki. 21.11.2004 00:01
Fimleikafólkið með silfur heim Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum náði mjög góðum árangri á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem fram fór í Nakskov í Danmörku um helgina. 21.11.2004 00:01
Slógust við áhorfendur Ron Artest, Stephen Jackson og Jermaine O´Neal, leikmenn Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfuknattleik, slógust við stuðningsmenn Detroit Pistons á lokamínútu leiks Indiana og Detroit í gærkvöld en leikurinn fór fram í Auburn Hills, heimavelli meistara Detroit Pistons. 20.11.2004 00:01
Hemmi Hreiðars með gegn Man Utd Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton að vanda sem eru í heimsókn á Old Trafford hjá Manchester United í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem hófst í hádeginu. Staðan er 0-0 eftir 16 mínútna leik. 8 leikir fara fram í dag og hefjast 6 þeirra klukkan 15 en viðureign Portsmouth og Man City hefst kl. 17.15. 20.11.2004 00:01
Woods eykur forystuna Kylfingurinn Tiger Woods, sem er í 2. sæti heimslistans, er að rúlla upp andstæðingum sínum á Dunlop Phoenix-mótinu sem fer fram í Miyazaki, Japan. Woods lék frábærlega í gær og hefur 10 högga forystu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Woods lék 65 höggum í gær, 5 höggum undir pari, og er á 13 höggum undir í heildina. 20.11.2004 00:01
Þór gerði góða ferð í Fjörðinn FH tapaði á heimavelli fyrir Þór 29-26 í Norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöldi. Vonir FH-inga um að komast í úrvalsdeildina eru nánast úr sögunni eftir tapið. Fram burstaði Aftureldingu 40-28 í sama riðli. Fram og Þór eru með níu stig í 4. og 5. sæti, FH er með fimm stig og Afturelding tvö. 20.11.2004 00:01
Ægir með forystu Sundfélagið Ægir er með forystu eftir tvær langsundsgreinar á bikarmóti Sundsambands Íslands sem hófst í gærkvöldi í Sundhöll Reykjavíkur. Ægir er með 2530 stig, Sundfélag Akraness er með 2268 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar er í þriðja sæti með 2236 en Örn Arnarson syndir á nýjan leik fyrir SH. 20.11.2004 00:01
Rangers leiðir í hálfleik Rangers hefur örugga 2-0 forystu gegn Celtic í grannaslag Glasgow-borgar. Nacho Novo kom Rangers yfir á 15. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Króatinn Dado Prso bætti öðru marki við á 36. mínútu. 20.11.2004 00:01
Keppa við Króata Íslendingar mæta Heims- og Ólympíumeisturum Króata í keppninni um 5.-8. sætið á heimsbikarmótinu í handknattleik í Scandinavium-höllinni klukkan tvö í dag. Svíar mæta Þjóðverjum í undanúrslitum klukkan fjögur og Danir og Frakkar eigast við klukkan 18. Undanúrslitaleikirnir verða í beinni útsendingu á Sýn. 20.11.2004 00:01
Fjórir efstu í undanúrslit Í fyrsta skipti síðan 1990 komust 4 efstu menn heimslistans í tennis í undanúrslit á stórmóti. Þetta gerðist í nótt þegar þeir Andy Roddick (2), Marat Safin (4), Lleyton Hewitt (3) og Roger Federer (1) komust allir í undaúrslit á ATP Masters-mótinu í Houston, Bandaríkjunum. 20.11.2004 00:01
United með eins marks forystu Manchester United hefur eins marks forystu gegn Charlton í hádegisleik enska boltans. Ryan Giggs skorað eina mark leiksins hingað til á 41. mínútu eftir skemmtilegan einleik og var þetta fyrsta mark Giggs á tímabilinu. Hermann Hreiðarsson stendur vaktina í vörn Charlton og hefur haft nóg að gera, enda United átt heil 13 markskot í fyrri hálfleik. 20.11.2004 00:01
Sörenstram leiðir í Flórída Hins sænska Annika Sörenstram lék illa á öðrum hring ATD meistaramótsins í Palm Beach, Flórída, í gær en hefur engu að síður 3 högga forystu á þær Karrie Webb, Cristie Kerr og Laura Diaz. 20.11.2004 00:01
Risaleikur í spænska boltanum Mestu erkifjendur knattspyrnusögunnar, Barcelona og Real Madrid, eigast við á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í kvöld. Barcelona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og Madrídingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 20.20 og leikurinn fjörutíu mínútum síðar. 20.11.2004 00:01
England með 4 högga forskot Paul Casey og Luke Donald eru með fjöggurra högga forskot fyrir England á heimsbikarmótinu í liðakeppni í golfi en leikið er í Sevilla á Spáni. Þeir eru á 20 höggum undir pari eftir þrjár holur á þriðja deginum. Bandaríkin eru í öðru sæti á 16 höggum undir pari eftir sex holur í dag. Scott Verplank og Bob Tway leika fyrir Bandaríkjamenn. 20.11.2004 00:01