Sport

Enn einn í bann vegna kókaínneyslu

Enn einn knattspyrnumaðurinn hefur nú hefur nú hlotið refsingu vegna kókaínneyslu en í dag var það 29 ára gamall ítalskur fyrrverandi landsliðsmaður sem mætti örlögum sínum. Jonathan Bachini, miðjumaður Brescia og fyrrverandi leikmaður Udinese, Juventus og Parma féll á lyfjaprófi eftir leik Brescia og Lazio þann 22. september sl. Í dag úrskurðaði svo aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins leikmanninn í 9 mánaða bann eða þar til í júní á næsta ári. Aðeins er um mánuðu liðinn frá því Adrian Mutu var sendur í 7 mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi hjá Chelsea, einnig vegna kókaíns en samningi hans við félagið var sem kunnugt er rift í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×