Sport

Knattspyrnustjóri falur á Netinu

Stuðningsmaður enska fótboltaliðsins Southampton greip til þess ráðs að bjóða knattspyrnustjóra sinn, Steve Wigley, til sölu á Netinu. Wigley hefur aðeins fagnað einum sigri í úrvalsdeildinni í tólf leikjum og á vefsíðu eBay er knattspyrnustjórinn sagður hinn vænsti maður, hann hafi verið ráðinn í starf sem henti honum ekki og sé nú að svipast um eftir nýrri vinnu. Hann er sagður notaður en brúklegur. Fótboltastjórinn var boðinn til kaups á eBay fyrir viku, upphafsboðið var eitt penní eða tæp íslensk króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×