Sport

Red Bull býður Klien samning

Forráðamenn Red Bull, nýja liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, hafa staðfest að Skotinn David Coulthard sé ekki inni í myndinni sem ökumaður hjá liðinu. Líklegt þykir að Christian Klien, sem var ökumaður hjá Jaguar-liðinu í fyrra, muni semja við Red Bull. "Við höfum boðið Klien samning hjá liðinu. Hann á skilið að aka í eitt ár í viðbót," sagði Dietrich Mateschitz, yfirmaður liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×