Sport

Artest sér eftir öllu saman

Ron Artest, leikmaður Indiana Pacers, sem fékk dæmdur í leikbann út þessa leiktíð eftir sinn hlut í slagsmálunum gegn Detroit sl. föstudag, segir í viðtali við People magazine í dag að hann sjái eftir því að hafa rokið upp í stúku og og ráðist þar á stuðningsmann Detroit. "Ég vil að fólk viti hversu mikil virði stuðningsmenn eru. 99,9 prósent af þeim eru frábærir og 0,1 prósent eru hálfvitar," sagði Artest.  Hann segist ætla að nota tímann til þess að hlúa betur að útgáfufyrirtæki sínu en hann vinnur að útgáfu eigin geisladisks. "Ég reyni að vera jákvæður. Ég er mikill aðdáandi friðarverðlauna Nóbels," sagði Ron Artest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×