Sport

John Stockton heiðraður

Íbúar í Salt Lake City fjölmenntu á heimavöll Utah Jazz á mánudagskvöldið til að heiðra John Stockton, sem átti glæsilegan feril með Jazz sem spannaði 19 tímabil. Honum til heiðurs var treyja númer 12 hengd upp í rjáfur. Stockton ávarpaði áhorfendur og þakkaði þeim fyrir stuðninginn. "Þið eigið stóran þátt í þessu og mér leið alltaf eins og heima hér í Delta Center," sagði Stockton. Jerry Sloan, þjálfari Jazz, sagði Stockton hafa verið mikla fyrirmynd meðal leikmanna liðsins. "Hann var með einstakt hugarfar gagnvart íþróttinni og mætti alltaf á æfingar með það fyrir augum að gera sitt besta," sagði Sloan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×