Sport

Snæfell rauf launaþakið

Eftirlitsnefnd úrvalsdeildar úrskurðaði í gær að körfuknattleikslið Snæfells hafi gerst brotlegt við „Reglugerð um þátttöku félaga í úrvalsdeild karla og bikarkeppni“ hvað varðar launaþak. Þar sem um fyrsta brot er að ræða er körfuknattleiksdeild Snæfells sektuð um 100 þúsund kónur en engin stig verða tekin af liðinu. Eftirlitsnefndin sektaði einnig Grindavík þar sem félagið hefur ekki skilað inn umbeðnum gögnum varðandi samninga við leikmenn. Sektin er í tvennu lagi: Annars vegar 50 þúsund króna sekt fyrir að skila ekki inn gögnum á réttum tíma og 100 þúsund króna sekt fyrir að vera yfir launaþaki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×