Sport

Real Madrid í vondum málum

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, bíður nú eftir skýrslu um leik Real Madrid gegn Bayer Leverkusen þar sem áhangendur Madrídarliðsins eiga að hafa hrópað ókvæðisorð að Roque Junior, leikmanni Leverkusen. Aðdróttanirnar voru niðrandi í garð kynþáttar Junior og mátti sjá menn heilsa að nasistasið á Bernabeu-leikvanginum. "Refsingin verður í samræmi við hvernig menn hegðuðu sér," sagði William Gaillard, talsmaður UEFA. "Þetta gæti orðið til þess að liðið léki að heiman eða hreinlega fyrir luktum dyrum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×