Sport

Meistarar Detroit töpuðu

Tíu leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Miami og Minnesota töpuðu leikjum sínum á heimavelli, Miami með tólf stigum fyrir Portland og Minnesota með ellefu stigum fyrir Seattle. Óvænt úrslit urðu þegar Charlotte Bobcats sigraði meistarana í Detroit Pistons 91-89. Nokkrir leikmenn í Detroit-liðinu tóku út leikbann vegna slagsmála gegn Indiana um helgina. Önnur úrslit urðu þau að Washington vann Toronto, Indiana sigraði Boston, New York vann Atlanta, Denver marði sigur á New Jersey, Golden State þurfti þrjár framlengingar til þess að leggja New Orleans að velli, LA Lakers sigraði Milwaukee með fjögurra stiga mun og Sacramento hafði betur gegn Houston.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×