Sport

Tvö Íslandsmet í sundinu

Tvö Íslandsmet í sundi litu dagsins ljós í gær á bikarmóti Sundsambandsins. Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 metra baksundi og synti á 1:02:94. Þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi og synti á 4:23:86 en gamla metið átti sveit SH. Ægir er með forystu í liðakeppninni með 15.081 stig, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar er í öðru sæti með 14.414 stig. Mótinu lýkur í dag í Sundhöll Reykjavíkur en keppni hefst klukkan 15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×