Sport

Deschamps: Gerrard í heimsklassa

Didier Deschamps, knattspyrnustjóri Monaco, hefur hrósað Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í annað kvöld, en Deschamps segir Gerrard vera einn af bestu leikmönnum í heiminum í dag. Deschamps segir að það séu ekki góðar fréttir fyrir Monaco að Gerrard skuli vera kominn í leikform og muni líklega byrja leikinn í annað kvöld. "Gerrard er einn besti leikmaðurinn í evrópu í dag, ef ekki í heiminum." sagði Deschamps. "Hann er Liverpool liðinu mjög mikilvægur. Hann hefur frábæran karakter og er mjög tæknilega góður. Hann hefur mikil áhrif á liðið og mikinn sigurvilja. Liverpool eru ekki sama lið án hans." Deschamps telur hinsvegar að Liverpool muni sakna framherjana Djibril Cissé og Milan Baros, en þeir eru báðir meiddir. Deschamps sagði: "Auðvitað er Liverpool ekki betra lið án Cissé og Baros, en þeir hafa aðra möguleika í framlínunni og eru ennþá frábært lið. Ef við viljum halda Meistaradeildarævintýrinu okkar áfram, þá verðum við að sigra Liverpool annað kvöld." Þess má geta að leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og byrjar útsendingin klukkan 19:30 annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×