Sport

1000. leikur Ferguson á morgun

Sir Alex Ferguson mun stýra Manchester United í þúsundasta skipti er lið hans mætir franska liðinu Lyon í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Sir Alex segir leikinn á morgun vera kjörin við þetta tilefni þar sem um Evrópuleik er að ræða. "Þessi leikur er fullkominn við þetta tilefni." sagði Ferguson. "Sumar af mínum bestu minningum eru úr Evrópuleikjum og vonandi mun ég eiga aðra á morgun." Ferguson hefur stýrt United í átján ár, eða frá árinu 1986. Á þeim tíma hefur liðið unnið ensku deildina átta sinnum, enska bikarinn fimm sinnum, enska deildarbikarinn einu sinni, Meistaradeildina einu sinni, Evrópukeppni bikarhafa og Super Cup einu sinni. Leikir United undir stjórn Ferguson: Deildarleikir707Charity Shield11Deildarbikar65FA bikar78Meistaradeild115Evrópukeppni bikarhafa13UEFA Cup4Super Cup2Heimsmeistarakeppni félagsliða3Toyota Cup1Samtals999 Leikir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×